Nú má enginn skilja mig svo að Indland sé einn allsherjar harmur og helvíti á jörð.
Alls ekki!
Hér er fullt af fallegum og góðum hlutum.
Gott og glatt fólk, sem reynir að sjá sér farborða af miklum dugnaði.
Ótrúleg litadýrð. Frábær matur. Náttúrufegurð, saga og menning.
En mér finnst bara svo sjálfsagt að lítil börn fái að borða.
Það á ekkert að þurfa að ræða það.
Ef eitt barn sveltur, er það einu barni of mikið.
Og ég bara nenni ekki að bíða eftir að frjáls markaðsbúskapur,
eða hvaða hagfræði það nú er, sem er efst á baugi í dag, leysi málin.
Í dag er áætlað að 850.000.000 manns svelti í heiminum.
Áttahundruð og fimmtíu milljónir!
Á hverjum degi deyja um 16.000 börn beint og óbeint úr hungri.
Sextánþúsund börn!
Það er barn á fimm sekúndna fresti.
Teldu rólega upp í fimm. Á meðan sveltur eitt barn í hel.
Teldu aftur upp í fimm. Nú deyr annað barn vegna vannæringar.
Á fimm sekúndna fresti.
Allan sólarhringinn.
365 daga á ári.
Ég setti inn nokkra linka hér uppi horn hægra megin.
Já, þarna þar sem stendur "Og hvað getur maður gert?"
Ef þú ert ekki aflögufær, þá það.
En ég held að fólk sem hefur efni á tölvu og nettengingu,
hljóti að vera aflögufært um eitthvað.
Sjáiði bara á vef ABC hvað hægt er að gera fyrir 2.000 krónur á mánuði.
Það er hægt að kaupa líf með reisn, framtíð, menntun og öryggi barns fyrir þessa upphæð.
Hvað þarft þú að neita þér um, til að geta borgað svona?
Það deyja líka fjölmörg börn úr niðurgangi, sem er hægt að lækna fyrir örfáar krónur.
Máltíð á dag fyrir götubarn í Rio kostar kannski 20 krónur.
Auðvitað veit ég að sum ykkar gera nú þegar eitthvað í málunum. Takk fyrir það!
En þið hin...
Er ekki eitthvað hægt að gera?
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir 2 mánuðum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli