þriðjudagur, 28. apríl 2009

Fréttir af landsbyggðinni

Langþráð átak í sorphirðu í Mosfellsbæ orðið að veruleika.
Abát bloddí tæm!


miðvikudagur, 22. apríl 2009

Draumalandið

Ég ætla ekki að segja neitt um þessa mynd að svo stöddu. Ég er hræddur um að það sem mig langar að skrifa um austfirðingana og húsvíkingana sem í henni verða sér til ævarandi skammar varði við meiðyrðalöggjöfina. Eða þetta siðblinda og glórulausa stjórnmálahyski...

fimmtudagur, 16. apríl 2009

Afmælishlaupagort


Ég stóð við planið mitt og hljóp hálft maraþon eftir vinnu í dag.
Það var fínt hlaupaveður og þetta gekk ljómandi vel.
Þurfti ekkert að stoppa og hélt góðu (á minn mælikvarða) tempói.
Fór Reykjavíkurmaraþonhring, og tíminn var 2:07:00.
Ég er bara þokkalega ánægður með kallinn núna og finn endorfínið hríslast...

Í tilefni dagsins....

mánudagur, 13. apríl 2009

Orð dagsins er...

auðvitað raksápupáskar.

laugardagur, 11. apríl 2009

Mér hefur sjaldan fundist gott...

að vera maður, og einna síst núna...

föstudagur, 10. apríl 2009

Mér hefur alltaf fundist gott...

að vera ekki sjálfstæðismaður, en ég held það hafi aldrei verið jafngott og núna...

fimmtudagur, 9. apríl 2009

Fjallganga með syninum og unnustunni.

Páskafríið hófst í dag, með fjallgöngu.
Fjallið var valið fyrir son minn sem hefur ekki staðið í miklu fjallamennskustússi í Danmörku undanfarin ár. Við rúlluðum þess vegna með hann upp í Kaldársel og trítluðum á Helgafell.
Það er skemmst frá því að segja að pilturinn stóð sig með prýði, þrátt fyrir að skóbúnaðurinn væri ekki af allra bestu gerð. Unnusta mín yndisleg festi okkur feðgana á filmu...

Ég er ákaflega stoltur af stráknum mínum, og mér finnst unnustan dásamlegri en ég get sagt

þriðjudagur, 7. apríl 2009

Meira gort...

Tók mér pásu frá hálflösnum stubb og hljóp kringum Garðabæinn með skokkhópnum.
Hékk í þeim þangað til svona 300 metrar voru eftir...
Fékk svo heimaverkefni. Það er fínt...

laugardagur, 4. apríl 2009

Ég veit ekki hvað er hlaupið í mig...

Dreif mig út í morgun, hljóp 19,5 km án teljandi harmkvæla.
Átti að heita að ég hlypi með hóp, en ég var nú fljótur að missa af lestinni.
Hér er leiðin sem ég fór:
Nú fæ ég drenginn minn til mín í dag. Hef hann í heila viku. Ég hlakka svo til!

fimmtudagur, 2. apríl 2009

Meira hlaupablaður

Ég gerði tilraun í kvöld, skokkaði í rétt tæpan hálftíma, 4 km. sneri svo við og markmiðið var að skokka hraðar til baka. Það tókst, ég var 5 mínútum fljótari á bakaleiðinni. Mér finnst mér fara smávegis fram, jafnt og þétt, ekki við öðru að búast en að þróunin sé hæg hjá manni sem var að komast á grafarbakkann þegar hann hljóp af stað. Mér finnst gaman að hlaupa, en fáfræði mín og þekkingarskortur rennur mér til rifja. Ég er annars búinn að setja mér skammtímamarmið, meira um það seinna. Þeir vesalingar sem enn nenna að lesa þetta stagl (báðir tveir) eru svo beðnir velvirðingar á leiðindunum.