fimmtudagur, 28. ágúst 2008

Lenti í ómerkilegum...

árekstri í gær. Engin meiðsl urðu á fólki, en leifarnar af stoltinu liggja helsærðar í Túngötunni.

miðvikudagur, 20. ágúst 2008

Stubburinn minn...













ég sakna hans.

mánudagur, 4. ágúst 2008

Riddarasögur úr nútímanum













Þarna stendurðu þá
Litli riddarinn minn
Gyrtur skólatösku, með nestispakka
sest þú á bak og þeysir af stað
mót lífinu og ókunnum drekum
Og ég hugsa
Hvernig ætli skjöldurinn
sem ég smíðaði þér standist
örvahríð heimsins?
Skyldi sverðið duga
þegar svörtu riddararnir
gera áhlaup í frímínútunum?
Eða lensan þín brotna
Þegar burtreiðarnar hefjast
og allt er í húfi?

Stoltið og óttinn togast á
í brjósti mér.

Mundu!
Mundu allt,
sem ég hef kennt þér!
Vertu einarður.
Verndaðu þá sem minna mega sín.
Láttu ekki drekana sigra.
Þú verður að horfast í augu við óttann
halda samt áfram og vona
að stríðið sé ekki til einskis

og ég trúi því statt og stöðugt
að í slóð þessa riddara verði gleði
þorpsbúar kasti blómum á veginn
þegar hann fer hjá

og að einhverntíma siglir þú svo
til Þokueyjanna
finnir það sem þú þráðir...