Þægilega mettur af grænmetissúpunni góðu ákvað ég að næra andann og auka þekkinguna.
Það gerði ég með því að setjast í hægindastól og láta sjónvarp allra landsmanna færa mér fréttir og fróðleik. Heilt yfir voru fréttir kvöldsins með betra móti, þó hefði eg kosið að fá nánari fregnir af Indlandsferð Bryndísar Oddsdóttur.
Auk þess legg ég til að veðurfréttamenn verði settir á árangurstengd laun.
Þeir fái greitt fyrir góðar spár sem standast en annað ekki!
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir 5 vikum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli