sunnudagur, 7. desember 2008

Fann þetta á moggabloggi.

Einhver AK-72 tók saman.

  • Endurskoðendur sem sáu um að fara yfir ársreikninga og annað hjá bönkunum, eru nú að rannsaka það sem þeir klúðurðu í upphafi. Engin ábyrgð af þeirra hálfu og liggja undir grun um óeðlileg vinnubrögð en samt fengnir í það, að rannsaka viðskiptavini sína sem þeir samþykktu. Hafa ekki verið rannsakaðir enn.
  • Bankamenn sem bera ábyrgð á IceSave, peningamarkaðsjóðum, vafasömum viðskiptaháttum og blekkingum ýmiskonar, sitja enn. Engin rannsókn hefur farið fram á gjörðum þeirra, heldur hafa þeir haft tvo mánuði til gagnaeyðingar.
  • Stjórnendur FME sem áttu að fylgjast með og skoða hvort eitthvað óeðlilegt hafi veirð í gangi, sitja enn þrátt fyrir að hafa brugðist öllum skyldum sínum. Hafa ekki þurft að sýna ábyrgð, heldur fengið aukin völd.
  • Starfsmenn Kaupþings sem stofnuðu ehf. til að færa skuldir vegna hlutabréfakaupa inn í og skella í gjaldþrot með aðstoð bankans, sitja enn. Ekkert gert til að taka á þessu.
  • Stjórn Kaupþings ákvað að fella nður skuldir "ómissandi" starfsmanna, en segjast ekki ætla að gera það eftir fjölmiðlaumfjöllun. Enginn þarf að víkja né sýnt fram á að slíkt verði hvorteð er ekki gert. Orð frá bankamönnum er hreinlega ekki traustsins verð í dag.
  • Formaður VR sem satí stjórn Kaupþings og vann gegn hagsmunum umbjóðenda sinna, situr enn sem fastast í stéttarfélaginu og Lífeyrssjóðnum sem notaður var til að fjárfesta fyrir auðmennina. Enga ábyrgð hefur hann sýnt heldur stendur í því að múta trúnaðarmönnum með jólahlaðborðum.
  • Nýi bankastjóri Glitnis reynist hafa óhreint mjöl í pokanum með verðbréfaviðskipti. Þarf enga ábyrgð að sína, heldur situr sem fastast.
  • Nýja bankastýra Glitnis hefur meiri áhyggjur af því að það fréttist um vafasöm viðskipti bankans heldur en að vinna að heiðarleika og trausti með því að leggja öll spil á borðið, og hefur hafið mannaveiðar innan bankans í leið að "litla Glitnis-manninum". Sá á að sýna ábyrgð, ólíkt stjórnendum bankans.
  • Banakstýra Landsbankans, reynist hafa verið hægri hönd fyrrum bankastjóra og mjög líklega með fulla vitneskju um stöðu bankans og IceSave ásamt því að vera með puttana í vafasömum viðskiptum. Ekki hefur verið neitt rannsakað með þátt hennar og hún situr sem fastast ásamt öðrum stjórnendum.
  • Einn af ábyrgðarmönnunum á bak við IceSave er gerður að yfirmannni innra eftirlits landsbankans og liggur undir grun um að vera að fegra sinn hlut í því þannig. Enga ábyrgð þarf hann að sýna ne´hefur hlutur hans verið rannsakaður.
  • Fyrrum yfirmaður verðbréfasviðs sem er grunaður um að hafa nýtt sér upplýsingar sem hann hafði aðgang að sem ráðgjafi ríkistjórnar í húsnæðismálum, til innherjaviðskipta, situr sem fastast í Landsbankanum og er yfirhagfræðingur.
  • Greiningardeildirnar sem sáu um að ljúga að fólki, eru enn með sömu yfirmenn og skipulögðu þessa fölsku auglýsingastarfsemi bankanna. Enn halda fjölmiðlar áfram að sýna ábyrgðarleysi og spyrja þá einskis, heldur taka orð þeirra sem sannleika.
  • Þingmaður sem sat í stjórn Glitnis Sjóða, situr enn, þrátt fyrir að það hafi verið ýmislegt vafasamt þar. Grunur um að 11 milljörðum hafi verið dælt í Sjóð 9 til að bjarga honum, hefur ekki enn veirð afsannaður.
  • Ráðuneytstjóri sem grunaður er um að hafa nýtt sér upplýsingar, til að losa sig við hlutabréf í Landsbankanum, situr sem fastast og hefur yfirlýst traust ráðherra. Engin rannsókn hefur farið fram á athæfi hans, heldur er slegið skjaldborg í kringum hann.
  • Auðmenn sem hafa skuldsett bankanna og fyritækin svo svaklaega að landið er á leið í þjóðargjaldþrot, fá að kaupa upp bestu bitana úr þrotabúum eigin fyrirtækja og hafa stofnað sjóði til uppkaupa(Fönxi-sjóður Straums er gott dæmi). Engin ábyrgð fellur til þeirra handa né reynt að hindra þennan hrægammahátt ne´eigur frystar eða handtökur farið fram.
  • Seðlabankastjóri gasprar og lætur allskonar rugl út úr sér í viðtölum sem valda titringi á alþjóðavísu og er hugsanelg orsök að þriðji bankinn fór í þrot. Enga ábyrgð hefur viðkomandi þurft að sýna heldur fær að sitja sem fastast ásamt vanhæfri stjórn Seðlabankans, sem hefur tekið stórskaðlegar ákvarðanir á borð við hringl með stýrivaxtahækkanir, lækkaða bindiskylda til handa bönkunum og fleira sem hefur átt sinn þátt í að skapa aðstæður fyrir þetta þjóðargjaldþrot.
  • Hafist er handa á fullu við það að selja Kaupþing í Luxemborg, þrátt fyrir að rauður þráður vafasamra viðskipta auðmanna og bankamanna, peningaþvætti og ýmislegt fleira vafasamt, ligig þar í gegn. Reynr er að koma þessu í hendur fyrrum stjornarformanns Kaupþigns, svo hann geti klárað gagna-eyðingu og hulið slóðina.
  • Glitnir afskrifar skuldir fyrirtkækisins Stím, sem bankinn notaði til að fjárfesta í sér og í FL group til að búa til viðskipti, Ábyrgðarlaust lan og vafasamir viðskiptahættir hafa ekki enn fengið nokkurn mann til að víkja.
  • Fyrrum Samvinnutryggingar, og núverandi Gift, hefur skyndilega farið frá 30 milljörðum í plús í svipað í mínus vegna þess að peningurinn var nýttur til að sýna viðskipti með félög sem stjórnarmenn tengdust eða höfðu tengsl við e.t.v. Enginn þarf að sæta ábyrgð, heldur er bara yppt öxlum af þeim sem misnotuðu féð.
  • Ráðherrar sem virtust hafa haft pata af og vitað um hvert stefndi, sitja sem fastast og vilja ekki víkja. Ábyrgð þeirra felst nefnilega í því að fá launaseðilinn en ekki að víkja til að leyfa hæfari mönnum og ótengdum mistökunum að taka við.
  • Þingmenn sem áttu að veita ráðherrum aðhald, sinna eftirliti og setja lög til varnar því að svona færi, brugðust algjörelega og létu flokksskírteinið og ráðherraræðið vísa sér leið. Enginn þeirra hefur sýnt manndóm og sagt af sér.

Nákvæmlega!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Magnaður andskoti!

Nafnlaus sagði...

..og þetta er langt frá því að vera tæmandi listi.

Nafnlaus sagði...

Það er kannski kominn tími til að taka til aðeins róttækari aðgerða. Það hlýtur að vera hægt að klippa af þessum mönnum halann þannig séð, ja svona eins og gert var við Bretana á sínum tíma. Ég er farinn að halda að ég þurfi að gerast hinn íslenski Che Guevara... allavega hef ég þjálfun og menntun til þess þó ég sé ekki eins hárprúður og ungur og hann var, en viljinn er fyrir hendi.