Fór á Austurvöll í dag.
Eins og undanfarna laugardaga.
Varð dapur.
Að meðaltali slakar ræður (arfaslakur vitleysingur og þokkaleg skáldkona).
Skítt með það. Hitt er öllu verra að mæting er versnandi.
Fólk nennir þessu ekki.
Stjórnvöld ætla að komast upp með að þumbast við.
Baráttuandinn endist sem sagt tæpa þrjá mánuði.
Og svo er eins og ekkert hafi gerst.
Drullusokkarnir sem stálu landinu díla og plotta eins og aldrei fyrr.
Stjórnmálatrúðarnir sem áttu að gæta hagsmuna okkar en sváfu á verðinum,
þeir sitja sko sem fastast.
Enginn ber ábyrgð, ekkert er neinum að kenna.
Óbreytt kerfi, engar nýjar lausnir.
Svo verða bara VISAjól og þetta reddast einhvern veginn í febrúar.
Tökum bara þjóðargjaldþrotið á raðgreiðslum.
Svo geta krakkarnir framlengt lánunum.
Dansaðu fíflið þitt dansaðu!
Kusas ci Hjalmari. Vivis en malrici! Mortis en stultigi!
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir 5 vikum
4 ummæli:
Heldurðu ekki að það komist kraftur í þetta aftur, þegar fólk er búið með þriggja mánaða uppsagnarfrestinn sinn og hættir að fá útborgað?
Kannski. En ef fólk sér ekki 3 mánuði fram í tímann er því tæplega viðbjargandi...
Spurðu þig Hildigunnur, hvar er fólkið sem er búið að missa vinnuna _núna_. Hvar er fólkið sem er _búið_ að missa stóran hluta ævisparnaðarins.
Hvar er fólkið sem var skynsamt og eyddi ekki. Fólkið sem horfir frammá að skulda meira en það á, þrátt fyrir meira en 50% eignahlutfall áður en allt fór til fjandans.
Íslendingar kunna ekki að sýna samstöðu og ætla að taka þetta eins og önnur mál, með því að rífa kjaft á kaffistofum og láta svo taka sig aðeins meira í rassgat in real life.
Borga vaselínið sjálfir.
Til hamingju Ísland.
Nákvæmlega!
Eru svo rukkaðir fyrir rándýrt vaselín en fá þránað lýsi.
Skrifa ummæli