föstudagur, 30. janúar 2009

Ástin mín á afmæli í dag!

Hún verður fallegri og yndislegri með hverjum deginum sem líður.
Ég er gæfumaður.

miðvikudagur, 28. janúar 2009

Naglinn hittur...

beint á höfuðið hér!

þriðjudagur, 27. janúar 2009

Hnoð sem verðskuldar ekki titil...

Imba og Geiri eru kvitt
á hvort annað veina
ég þarf ekki lengur þitt
þú veist hvað ég meina

mánudagur, 26. janúar 2009

Þá er hún hrokkin upp af!

Kafnaði í hroka.
Varð fáum harmdauði.
Eiginlega alveg sama hvað tekur við.
Getur tæpast orðið verra.

Eitt orð...

PEREAT!

sunnudagur, 25. janúar 2009

Fyrsti í öxlun!



rann upp eftir rúma þrjá mánuði.
Vona að annar í öxlun sé á næsta leiti.
Gaman að sjá að dropinn holar líka hrokasteininn.
Blindir að fá sýn og daufir að heyra?
Vonandi!
Nudge nudge wink wink Þvergeir!

mánudagur, 19. janúar 2009

Fannst svolítið skondið...

á Austurvelli á laugardaginn þegar ég heyrði fylgdarmann fransks sjónvarpsfréttahóps reyna að þýða "Helvítis fokking fokk" á frönsku.
Hann kom nú reyndar merkingunni vel til skila heyrðist mér...
Einhverjar tillögur um þýðingu annars?
Kristín?
Einhver?

laugardagur, 17. janúar 2009

Getur einhver bent mér...

á friðsamleg mótmæli sem hafa skilað nokkrum sköpuðum hlut?
Ekki misskilja, ég mæti á Austurvöll í dag, eins og aðra laugardaga.
Stundum efast ég bara um að það sé til nokkurs...

mánudagur, 12. janúar 2009

Ég lærði þegar ég var lítill stubbur...

að það eina sem þarf til að illskan nái yfirhöndinni í heiminum er að gott fólk geri ekki neitt.

Ég leiddi þetta hjá mér árum og kannski áratugum saman.

En upp á síðkastið hefur mér orðið betur og betur ljóst að þetta er það sem máli skiptir.

Græðgin og heimskan hafa vaðið uppi.
Og allt of margt gott fólk gerði ekki neitt.
Það er mikið auðveldara að þegja bara.
Láta ekki á sér bera, horfa framhjá, bölva kannski í hljóði
og vona að einhver annar hreinsi upp skítinn.

En meira að segja gufu eins og mér getur ofboðið.

Og nú hefur það gerst.

Ég vil geta horft framan í börnin mín og barnabörnin ef ég eignast þau.

miðvikudagur, 7. janúar 2009

Ég horfði á Kastljós í kvöld...

og varð bæði sár og reiður!
Svo las ég þetta:

http://hateigsvegur.wordpress.com/2009/01/07/fagra-nyja-island/

Nákvæmlega hvað ég vildi sagt hafa!
Held mér finnist Samfylkingin bara enn skítlegri en Sjallarnir.
Ég hafði einhven tíma einhverja trú á þessu liði.
Flónið ég!

þriðjudagur, 6. janúar 2009

Og á meðan...



sprengir ísraelsher smábörn og mæður þeirra...

Er það bara mér sem verður hugsað til gettósins í Varsjá?

sunnudagur, 4. janúar 2009