Hvað á það að þýða hjá bóksölum að klína límmiðum aftan á bækur sem oftar en ekki hylja hinar gagnlegu færslur aftan á bókunum. Þetta er heilt yfir óþolandi. Ég hafði hugsað mér að birta nokkrar umsagnir á bloggi mínu en veit satt að segja ekki hvort það er gjörlegt vegna þessarra skemmdarverka. Maður spyr sig nú hvort verið geti eitthvað samsæri í gangi gegn bloggi mínu?
Ég veit sem er að það er þyrnir í síðu margra af hinum svokölluðu gáfumönnum á vinstri vængnum sem ekki geta þolað að hægrihandarpenni og brekkusnigill nái eyrum þjóðfélagsins með bloggi sínu.
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir 5 vikum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli