fimmtudagur, 24. desember 2009
Jólakveðja
laugardagur, 5. desember 2009
Bakkafullur lækur, en samt...
Ég er orðinn alveg ofboðslega leiður á þessuIcesave þrasi endalaust.
Allt bullið sem vaðið hefur uppi er svo yfirgengilegt að manni fallast eiginlega hendur.
Mér finnst þetta nefnilega afskaplega einfalt mál.
Atburðarásin var svona:
1. Íslensk stjórnvöld (kosin af almennningi) gáfu vinum sínum banka.
2. Vinirnir (sem reyndust vera ótíndir glæpamenn) keyrðu bankann í þrot.
3. Stjórnvöld og eftirlitsstofnanir í landinu hundsuðu aðvaranir og gripu ekki í taumana, heldur þvert á móti slökuðu á reglum.
4. Þegar allt var að fara til andskotans í bankanum datt bófunum í hug að ljúga út úr fólki sparifé, einkum í Englandi og svo Hollandi.
5. Þegar þarlendir eftirlitsaðilar fóru að hafa áhyggjur af stöðunni hjá glæpamönnunum og bankanum þeirra gengu stjórnvöld og stofnanir hér rösklega til verks við að róa liðið.
6. Bankinn fór á hausinn eins og óhjákvæmilegt var og mikill fjöldi erlendra innistæðueigenda tapaði peningunum sínum.
Hver ber svo ábyrgð á stöðunni sem upp er komin?
Það blasir við að Sjálfstæðisflokkurinn á þetta mál með húð og hári.
Davíð Oddsson (sjálfstæðismaður) gaf flokksbræðrum sínum ríkisbanka.
Einn þeirra, Kjartan Gunnarsson (framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins), sat sem varaformaður bankaráðs m.a. til að viðhalda tengslum banka og flokks, samanber talsambands-ummælin. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins sem átti að hafa eftirlit með bankanum er fyrrum formaður Heimdallar. Sá sem skipulagði kynningu og markaðssetningu Icesave í Evrópu er að ég best veit Þórlindur Kjartansson nú varaþingmaður flokksins. Hinir ýmsu ráðherrar flokksins (með dyggilegri aðstoð Ingibjargar Sólrúnar og Björgvins G. Sigurðssonar) stungu skýrslum undir stóla, fóru í trúboðsferðir og reyndu í lengstu lög að hilma yfir með glæpamönnunum.
Og um hvað snýst svo Icesave málið í dag?
Hundruð þúsunda innistæðueigenda töpuðu háum fjárhæðum.
Bresk og Hollensk stjórnvöld krefjast þess að íslensk stjórnvöld standi skil á lámarksinnistæðutryggingu (20.800 evrum) til einstaklinga sem áttu innistæður.
Og þar sem innistæðutryggingasjóðurinn er tómur er krafan að stjórnvöld ábyrgist þessa skuldbindingu. Nú er rétt að undirstrika og ítreka að það er ekki verið að krefjast þess að íslenski tryggingasjóðurinn greiði meira en lámarkstrygginguna. Og það er ekki verið að krefjast þess að sjóðurinn greiði öðrum en einstaklingum trygginguna. Líknarfélögin, barnaspítalarnir og allir hinir sem áttu fé á þessum reikningum eiga bara almenna kröfur í þrotabúið og fá væntanlega ekkert upp í þær. Bretum og Hollendingum er hins vegar ljóst að við eigum ekki fyrir þessu og hafa þess vegna samið við hérlend stjórnvöld um að lána okkur fyrir tryggingunni.
Þar að auki hafa sömu stjórnvölsd ákveðið að bæta reikningseigendum skaðann umfram lágmarkið, þó ljóst sé að það fæst ekkert upp í þær greiðslur frá þrotabúinu eða tryggingasjóðnum.
Helstu rökin gegn því að semja eru þau að
a) hér hafi orðið kerfishrun og þess vegna eigi lög og reglur ekki við
b) Landsbankinn hafi verið einkafyrirtæki og þess vegna engin skuldbinding hins opinbera
c) þetta sé gölluðu regluverki Evrópusambandsins að kenna og komi okkur þess vegna ekki við.
Um þetta vil ég segja tvennt.
Í fyrsta lagi eru bankar ekki venjuleg fyrirtæki. Þeir starfa með leyfi og undir eftirliti stjórnvalda. Og eru þess vegna á ábyrgð stjórnvalda að verulegu leyti.
Í öðru lagi er Icesave til komið vegna glæpsamlegs hátternis Landsbankans og einskis annars.
Landsbankinn, ólíkt hinum glæpafyrirtækjunum rak svikamylluna sína sem útibú frá Íslandi, með því móti komust þeir hjá eftirliti erlendis og gátu farið sínu fram lengur en í leiðinni skapað tryggingasjóðnum hér ábyrgð.
Það hefur ekkert með kerfishrun eða regluverk að gera.
Að lokum þetta. Miðað við allt sem aflaga fór í hruninu og aðdraganda þess er Icesave smámál.
Þó að óvíst sé með heimtur, er samt varlega áætlaður kostnaður ríkissjóðs svona helmngurinn af því sem gjaldþrot Seðlabanka Davíðs Oddssonar (já, þess sama) kostar okkur. Þetta mál hentar hinsvegar mjög vel til hverskonar lýðskrums um hvernig vondir útlendingar í samsæri sitja um okkur sakleysingjana og ætla að hafa af okkur landið og miðin.
Þáttur sjálfstæðismanna er svo alveg sérkapítuli.
Ef sá flokkur hefði snefil af sómatilfinningu bæðist hann einfaldlega afsökunar á Icesave og legði sig svo niður. Eða þegði að minnsta kosti á meðan um það er fjallað.
laugardagur, 28. nóvember 2009
Elsku Sóley!
May God bless and keep you always,
May your wishes all come true,
May you always do for others
And let others do for you.
May you build a ladder to the stars
And climb on every rung,
May you stay forever young,
Forever young, forever young,
May you stay forever young.
May you grow up to be righteous,
May you grow up to be true,
May you always know the truth
And see the lights surrounding you.
May you always be courageous,
Stand upright and be strong,
May you stay forever young,
Forever young, forever young,
May you stay forever young.
May your hands always be busy,
May your feet always be swift,
May you have a strong foundation
When the winds of changes shift.
May your heart always be joyful,
May your song always be sung,
May you stay forever young,
Forever young, forever young,
May you stay forever young.
Til hamingju með afmælið stóra litla stelpan mín.
mánudagur, 16. nóvember 2009
mánudagur, 9. nóvember 2009
Það var svo sem auðvitað...
að það verður lögfræðistofa sem flytur fyrst allra í Höfðatorgsturnóbermið.
Hvað annað kom til greina? Ekki er NAMBLA með starfsemi í borginni...
miðvikudagur, 4. nóvember 2009
Ég hef nú sett stefnuna...
á titilinn latasti bloggari landsins.
Vinn að því hörðum höndum að hreppa hnossið.
Stiili mig hvað eftir annað um að viðra skoðanir mínar á mönnum og málefnum.
mánudagur, 26. október 2009
Svo stendur maður þarna...
og hugsar í þáskildagatíð.
Afhverju bjargast sumir en aðrir sökkva?
Ekki veit ég það, en ég finn að það læðist að mér hugsunin,
There but for the grace of God go I...
þriðjudagur, 6. október 2009
föstudagur, 2. október 2009
Loksins hefur mér tekist...
að koma afdráttarlausri skoðun á einhverju á framfæri. Ég sagði upp mogganum á dögunum og það hefur greinilega skilist að við kærðum okkur ekki um fleiri eintök inn á heimilið. Það hafa altént ekki borist nein kynningareintök til okkar síðan. Mér dettur í hug hvort vera kunni að orðalagið "þið getið rúllað honum upp og stungið þangað sem sólin skín ekki" hafi verið það sem þurfti. Þeir sem fá óumbeðna "kynningaráskrift" og kæra sig ekki um hana, gætu reynt þessa orðræðu til að afþakka...
fimmtudagur, 24. september 2009
mánudagur, 14. september 2009
fimmtudagur, 10. september 2009
Flauel í eyru
Ég álpaðist á tónleika hjá þessari konu i Kaupmannahöfn fáeinum vikum eftir að þessi upptaka var gerð sumarið 2007. Algjörlega ógleymanlegur konsert.
fimmtudagur, 3. september 2009
Ég get ekki að því gert...
að ég hef illan bifur á friðarljóssúlunni í Viðey.
Mér finnst hún meira í ætt við Darth Vader og the dark side of the force heldur en Lennon og Bítlana.
Hei! Var ekki kveikt á þessu rétt áður en hrundi?
sunnudagur, 30. ágúst 2009
Í augnablikinu getur verið slökkt á Neyðarlínunni...
Ég hef stundum séð í bíó þegar kúklúxklanarar og annað illþýði brennir krossa fyrir utan heimili þeirrra sem þeim mislíkar við. Í nótt, svona um það bil þegar við vorum að festa svefn barst bjarmi á glugga sem minnti einna helst á svona krossbrennu. Í ljós kom að kveikt hafði verið í auglýsingaskilti einu myndarlegu sem hér stóð álengdar. Mér vitanlega hafði þetta skilti ekkert til saka unnið annað en að bera á annarri hliðinni borgarkort fyrir ferðamenn sem oft er nú gnótt af hér um slóðir, og misfallegar auglýsingar á hinni hliðinni. Þetta var myndarlegasta eldsúla og ljóst að í skiltinu var meiri eldsmatur en ég hefði ætlað. Nú, eða brennuvargarnir betur búnir. Á tímabili virtist eldurinn geta teygt sig í nálægan trjálund, svo ég brá á það ráð að hringja í Neyðarlínuna og óska eftir nærveru slökkviliðsins. Og þá kom að því sem varð kveikja þessa pistils. Það svaraði ekki hjá Neyðarlínunni! Ekki svo mikið sem "Þú hefur nú náð sambandi við Neyðarlínuna, símtöl verða afgreidd í réttri röð...". Það var ekki fyrr en í fjórðu tilraun, eftir að hringt hafði út í tvígang að einhver mátti vera að því að svara hjá 112. Maður hefð getað steindrepist þokkalega á meðan...
laugardagur, 22. ágúst 2009
Hlaupatengt montblogg!
Ég hljóp hálfmaraþon í morgun.
Ég er býsna ánægður, þó tíminn hafi ekki verið neitt sérstakur.
Ég hef lítið hlaupið í sumar og verið slæmur í hnénu undanfarið.
En þetta hafðist. Og ég var ekki verr haldinn en svo að ég hjólaði heim eftir hlaupið.
Aldur og fyrri störf og allt það.
Rétt marði að verða á undan sögukennaranum mínum úr menntó. Hann er kominn yfir sjötugt!
Ég ætla að verða svona þegar ég verð stór.
þriðjudagur, 18. ágúst 2009
mánudagur, 17. ágúst 2009
laugardagur, 8. ágúst 2009
fimmtudagur, 6. ágúst 2009
laugardagur, 1. ágúst 2009
Hér eru gögnin um Kaupþing og lánasukkið
http://wikileaks.org/wiki/Financial_collapse:_Confidential_exposure_analysis_of_205_companies_each_owing_above_EUR45M_to_Icelandic_bank_Kaupthing%2C_26_Sep_2008
Pakkið ætlar auðvitað að reyna að sópa þessu undir teppi og þagga niður...
fimmtudagur, 30. júlí 2009
laugardagur, 25. júlí 2009
miðvikudagur, 8. júlí 2009
Hringadróttinssaga í N-ta sinn
Við feðgarnir vorum að ljúka við að horfa á lengri útgáfuna. Þetta er eiginlega fastur liður þegar hann sonur minn kemur til Íslands. Ég hef ekki lengur tölu á hversu oft við höfum horft á þessar myndir. Okkur finnst þær alltaf jafn stórkostlegar og spennandi og skemmtilegar.
Það er nú kannski líka félagsskapurinn...
fimmtudagur, 2. júlí 2009
Margt er sér til gamans gert...
Það er eitthvað undarlega dáleiðandi við þetta myndband. Stríðsátök bandaríkjamanna á 20. öld endurgerð úr matvælum viðkomandi þjóða...
mánudagur, 29. júní 2009
Einhverra hluta vegna...
er mér búinn að vera hugleikinn bókartitill.
The long dark teatime of the soul...
En á morgun er allt að gerast!
Held ég geri orð dóttur minnar að mínu:
Yay!!!!!!!!!!
;D
laugardagur, 20. júní 2009
föstudagur, 12. júní 2009
þriðjudagur, 26. maí 2009
Úps æ diddit agein
Hjólaði sömu leið heim úr vinnu.
100 km á einum degi er bara alveg ágætt hjá svona gömlum kalli.
fimmtudagur, 21. maí 2009
þriðjudagur, 12. maí 2009
Efasemdir mínar um Evrópusambandið...
jukust verulega við að hlusta á þetta örlagagaul í kvöld.
Eigum við virkilega samleið með þessu?
fimmtudagur, 7. maí 2009
þriðjudagur, 5. maí 2009
föstudagur, 1. maí 2009
Manifestó 1. maí
Öreigar allra landa sameinist!
Við höfum engu að tapa nema Landkrúserunum og Reinsróverunum!
þriðjudagur, 28. apríl 2009
miðvikudagur, 22. apríl 2009
Draumalandið
Ég ætla ekki að segja neitt um þessa mynd að svo stöddu. Ég er hræddur um að það sem mig langar að skrifa um austfirðingana og húsvíkingana sem í henni verða sér til ævarandi skammar varði við meiðyrðalöggjöfina. Eða þetta siðblinda og glórulausa stjórnmálahyski...
fimmtudagur, 16. apríl 2009
Afmælishlaupagort
Ég stóð við planið mitt og hljóp hálft maraþon eftir vinnu í dag.
Það var fínt hlaupaveður og þetta gekk ljómandi vel.
Þurfti ekkert að stoppa og hélt góðu (á minn mælikvarða) tempói.
Fór Reykjavíkurmaraþonhring, og tíminn var 2:07:00.
Ég er bara þokkalega ánægður með kallinn núna og finn endorfínið hríslast...
mánudagur, 13. apríl 2009
laugardagur, 11. apríl 2009
föstudagur, 10. apríl 2009
Mér hefur alltaf fundist gott...
að vera ekki sjálfstæðismaður, en ég held það hafi aldrei verið jafngott og núna...
fimmtudagur, 9. apríl 2009
Fjallganga með syninum og unnustunni.
Páskafríið hófst í dag, með fjallgöngu.
Fjallið var valið fyrir son minn sem hefur ekki staðið í miklu fjallamennskustússi í Danmörku undanfarin ár. Við rúlluðum þess vegna með hann upp í Kaldársel og trítluðum á Helgafell.
Það er skemmst frá því að segja að pilturinn stóð sig með prýði, þrátt fyrir að skóbúnaðurinn væri ekki af allra bestu gerð. Unnusta mín yndisleg festi okkur feðgana á filmu...
Ég er ákaflega stoltur af stráknum mínum, og mér finnst unnustan dásamlegri en ég get sagt
þriðjudagur, 7. apríl 2009
Meira gort...
Tók mér pásu frá hálflösnum stubb og hljóp kringum Garðabæinn með skokkhópnum.
Hékk í þeim þangað til svona 300 metrar voru eftir...
Fékk svo heimaverkefni. Það er fínt...
laugardagur, 4. apríl 2009
Ég veit ekki hvað er hlaupið í mig...
Dreif mig út í morgun, hljóp 19,5 km án teljandi harmkvæla.
Átti að heita að ég hlypi með hóp, en ég var nú fljótur að missa af lestinni.
Hér er leiðin sem ég fór:
Nú fæ ég drenginn minn til mín í dag. Hef hann í heila viku. Ég hlakka svo til!
fimmtudagur, 2. apríl 2009
Meira hlaupablaður
Ég gerði tilraun í kvöld, skokkaði í rétt tæpan hálftíma, 4 km. sneri svo við og markmiðið var að skokka hraðar til baka. Það tókst, ég var 5 mínútum fljótari á bakaleiðinni. Mér finnst mér fara smávegis fram, jafnt og þétt, ekki við öðru að búast en að þróunin sé hæg hjá manni sem var að komast á grafarbakkann þegar hann hljóp af stað. Mér finnst gaman að hlaupa, en fáfræði mín og þekkingarskortur rennur mér til rifja. Ég er annars búinn að setja mér skammtímamarmið, meira um það seinna. Þeir vesalingar sem enn nenna að lesa þetta stagl (báðir tveir) eru svo beðnir velvirðingar á leiðindunum.
fimmtudagur, 26. mars 2009
Ég fékk hugmynd...
og þar sem það gerist ekki oft ákvað ég að blogga um hana.
Í hlaupatúr dagsins átti ég leið framhjá Fríkirkjuvegi 11 og þá fór ég að hugsa.
Það styttist væntanlega í að ríkið eignist húsið, þegar restin af spilaborginni hrynur hjá Bjögganum. En hvað á að gera við það?
Ég er með tillögu.
Rétt eins og til er safn um helförina í Ísrael og minnismerkið í Washington um Vietnamstríðið væri upplagt að gera úr þessu húsi safn um hrunadans útrásarvíkinganna og bankaglæpamannanna, vanhæfu og ráðalausu stjórnmálamennina og embættismennina, risið og fallið.
Það mætti blanda myndum af óhófinu og klikkuninni saman við myndir af tómum hálfbyggðum húsum, atvinnuleysingum í biðröð hjá Vinnumálastofnun og öðrum afleiðingum sturlunarinnar.
Svo gæti verið sér salur fyrir bankabrjálæðið. Myndir af Sigurjóni digra, Sigurði Einars og hinum þjófunum, lýsingar á mikilmennskuórunum og spilaborgunum. Þar væri líka minningarveggur með nöfnum þeirra sem áttu peninga á Icesave reikningunum og hversu miklu var stolið af þeim.
Möguleikarnir eru endalausir. Faratækjaherbergið, fullt af myndum af einkaþotum, snekkjum og lúxusbílum, umfjöllun um Gumball montkappaksturinn og umferðina á Reykjavíkurflugvelli. Sér kompa fyrir helstu aftaníossana, sem ritstýrðu viðskiptablöðum, og störfuðu í greiningadeildunum, svona "Göbbels-room", með glórulausum tilvitnunum fallega innrömmuðum á veggjunum, upplagt að hafa líka vídeó á skjá, Hannes að þrugla um dautt fé og ég veit ekki hvað. Salur fórnarlambanna væri líka ómissandi, nöfn og myndir af fólki, sem missti aleiguna, listar yfir nauðungarsölur og atvinnuleysistölur.
Salur stjórnvalda með margmiðlunarefni og völdum viðtalsbrotum: Hér er engin kreppa... Það hefði nú eitthvað heyrst ef við hefðum gert eitthvað í málunum... Hér er allt í allra besta lagi...
Þarna væri hægt að taka á móti skólahópum, fræða þau um græðgi og afleiðingar hennar, hvernig besta fólk gat blindast og sturlast í eftirsókn eftir veraldlegum gæðum og sagði svo þegar æðið rann af því, ég var bara að fylgja fyrirmælum...
Ég er viss um að svona safn drægi til sín mikinn fjölda gesta.
Og ég er ekki frá því að það myndi líka minnka hættuna á að þessi geðveiki taki sig aftur upp...
Mont #2
Hvíld í gær, 9 km í dag, fínn rólegur hringur í fallegu en köldu veðri.
Fékk fína hugmynd á hlaupunum, meira um það seinna.
þriðjudagur, 24. mars 2009
mánudagur, 23. mars 2009
þriðjudagur, 17. mars 2009
Hljóp í hóp...
í fyrsta sinn í dag. ÞAð var ekki sem verst. Ákaflega kurteist og elskulegt fólk, sem lét eins og ekkert væri og sneri nokkrum sinnum við og sótti undirritaðan blóðmörskepp.
Ég hugsa að ég mæti aftur.
Ef ég kemst framúr á morgun...
fimmtudagur, 12. mars 2009
miðvikudagur, 11. mars 2009
Mér líður...
eins og ég hafi gleymt einhverju mjög mikilvægu áðan.
Veit samt ekkert hvað það ætti að vera.
Sjálfsagt einhver vitleysa í mér.
Ekki í fyrsta sinn...
mánudagur, 9. mars 2009
Veit ekki af hverju...
en það var að rifjast upp fyrir mér texti sem ég las fyrir löngu.
Um lækni á eyðieyju, sem borðaði sjálfan sig í áföngum.
Hann var góður.
Textinn.
þriðjudagur, 3. mars 2009
Ég hljóp í kvöld...
um Laugardalinn.
Það var yndislegt að fara út, logn, tunglsljós,
trén svo svört og snjórinn hvítur og hreinn.
Það voru ekki margir á ferli og einhvernveginn varð allt svo tært og skýrt.
Eins og að ganga inn í grafíkverk.
Heimurinn svartur og hvítur.
Spilarinn sem ég hleyp venjulega með varð rafmagnslaus,
skömmu eftir flugtak og þess vegna hugsaði ég meira
en ég er vanur á meðan ég hleyp.
Hvað ég hugsaði?
Það var ekki flókið.
Allir heimsins erfiðleikar eru yfirstíganlegir,
bara ef ég fæ að vakna hjá ástinni minni.
laugardagur, 28. febrúar 2009
Og grasrótin sem leit svo vel út fyrir fáeinum vikum...
gulnar óðfluga, breytist í líflausa sinu og drepst. Kannski erum við bara svona ófullkomin dýrategund eftir allt saman.
Gömlu flokkssláttuvélarnar rúlla áfram, smá kinnalitur hér og augnskuggi þar, verstu slúbbertunum ýtt út (nema Árna Johnsen sem ekkert haggar) það er veggfóðrað yfir sprungurnar og látið eins og ekkert hafi í skorist. Hvarflar helst að manni að nýjir valdhafar ætli sér að sanna að það sé sami rassinn undir þeim öllum.
Fólk er alveg ótrúlega fljótt að gleyma...
Í öðrum fréttum er það helst að ég elska baunina mína meira en ég get sagt. Ekki síst þegar hún er lasin.
fimmtudagur, 26. febrúar 2009
Ástin mín
Stundum þegar ég ligg í myrkrinu
og hlusta á andardráttinn þinn fer ég að hugsa.
Um lífið áður en ég kynntist þér.
Stundirnar sem við höfum átt saman
og alla dagana sem ég þrái að eiga með þér
meðan bærist líf í brjósti.
Og hver andardráttur þinn
verður mér svo óendanlega mikilvægur.
Þá finn ég svo sterkt að þú ert mér alls virði
og hvað ég elska þig heitt.
þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Einhvern tíma heyrði ég eða las...
The world will not end with a bang, it will go out with a whimper.
Ég var að horfa á eitthvað svoleiðis í beinni útsendingu.
sunnudagur, 22. febrúar 2009
fimmtudagur, 19. febrúar 2009
miðvikudagur, 18. febrúar 2009
mánudagur, 16. febrúar 2009
föstudagur, 13. febrúar 2009
Að marggefnu tilefni vil ég taka fram...
að ég gef ekki kost á mér á lista Framsóknarmanna.
Hvorki fyrir kosningarnar í vor né nokkrar aðrar kosningar.
Fyrr þrifi ég ferðakamra á útihátíðum!
þriðjudagur, 10. febrúar 2009
Mikið ofboðslega er ég orðinn þreyttur...
á þessari skotgrafarhernaðartaktík sem engan enda virðist ætla að taka.
Í stað þess að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna og axla ábyrgð, kasta þeir skít.
Það var allt hinum að kenna.
Við réðum kannski, en það var samt allt hinum að kenna
Menn éta upp sömu þvæluna aftur og aftur.
Hversu oft sem hún er hrakin.
Skiptir ekki máli. Lygin er bara endurtekin.
Hér eru tvö dæmi.
Um þriggja ára skeið amk hafa sjálfstæðismenn tönnlast á að Samfylkingin og Baugur séu þvílíka kærustuparið. Nefna ósjaldan Borgarnesræðu ISG máli sínu til stuðnings. Hafa augljóslega aldrei lesið hana, en éta bullið hver upp eftir öðrum. Þó ég sé ekki sérstakur aðdáandi ISG lét ég mig hafa það að lesa þessa blessuðu ræðu. Það "svæsnasta" sem ég fann í henni var þetta:
“Í efnahags- og atvinnumálum hljótum við líka að leiða til öndvegis leikreglur hins frjálslynda lýðræðis. Okkur kemur ekkert við hvað þeir heita sem stjórna fyrirtækjum landsins eða hvaða flokki þeir fylgja að málum. Gamlir peningar eru ekkert betri en nýir. Ef ketti er ætlað að veiða mýs þá má einu gilda hvort hann er svartur eða hvítur – svo lengi sem hann gegnir sínu hlutverki. Í atvinnu- og efnahagslífinu eru það umferðarreglurnar sem gilda og þær eiga að vera skynsamlegar og í þágu alls almennings. Stjórnmálamennirnir bera ábyrgð á leikreglunum en leikendur bera ábyrgð á því að fara eftir þeim. Það má leiða að því rök að afskiptasemi stjórnmálamanna af fyrirtækum landsins sé ein aðalmeinsemd íslensks efnahags- og atvinnulífs. Þannig má segja að það sé orðstír fyrirtækja jafnskaðlegt að lenda undir verndarvæng Davíðs Oddssonar eins og það er að verða að skotspæni hans. Ég vil þannig leyfa mér að halda því fram að það hafi skaðað faglega umfjöllun um Íslenska erfðagreiningu, bæði hérlendis og erlendis, að sú skoðun er útbreidd að fyrirtækið njóti sérstaks dálætis hjá forsætisráðherranum. Það vekur upp umræðu og tortryggni um að gagnagrunnur fyrirtækisins og ríkisábyrgðin byggist á málefnalegum og faglegum forsendum en ekki flokkspólitískum. Sama má segja um Baug, Norðurljós og Kaupþing. Byggist gagnrýni og eftir atvikum rannsókn á þessum fyrirtækjum á málefnalegum og faglegum forsendum eða flokkspólitískum? Ertu í liði forsætisráðherrans eða ekki – þarna er efinn og hann verður ekki upprættur nema hinum pólitísku afskiptum linni og hinar almennu gegnsæju leikreglur lýðræðisins taki við. Þetta er verkefni Samfylkingarinnar. Samfylkingin á að vera óháð öllum helstu eignahópunum í samfélaginu, hún á að gæta almannahagsmuna, ekki sérhagsmuna.
Í fjármálum, fyrirtækjarekstri, fjölmiðlum og sveitarstjórnarmálum á Íslandi er ennþá spurt: Í hvaða liði ertu? Ertu í náðinni hjá stjórnarráðinu eða ekki? Þessu verður að linna, við verðum að losna við hina sjálfmiðuðu, stjórnlyndu valdsmenn. Við verðum að endurvekja traust almennings á stofnanir samfélagsins með nýjum leikreglum, nýju inntaki, nýrri ímynd. Þetta er hlutverk Samfylkingarinnar.“
Verð nú að segja að mér finnst þetta ekki mjög krassandi, og sé ekki með nokkru móti þá eldheitu ástarjátningu til Baugs sem Doddson og félagar lásu úr þessu.
Það sem mér finnst hinsvegar blasa við, eru vænisýkisleg viðbrögð Davíðs og félaga: þeir sem eru með röfl, hljóti að tilheyra "hinu liðinu" það eru bara tveir litir í boði, snjóhvítt og biksvart og ekkert þar á milli. Og foringinn hefur alltaf rétt fyrir sér, líka þegar honum skjátlast.
Annar kapítuli er forsetanefnan.
Sá vindbelgur virðist reyndar óvenju illa haldinn af "foot in mouth disease" um þessar mundir.
En þessi endalausi söngur um klappstjórn hans við útrásina er bara hlægilegur.
Það hefur nánast frá upphafi embættisins verið litið svo á að eitt meginhlutverk forseta Íslands
sé að vera menningarlegur og viðskiptalegur sendiherra okkar. Grísinn var einfaldlega bara að vinna vinnuna sína. Það sem gerir sönginn um forsetaklappstýruna samt virkilega hallærislegan er að hann kemur frá stuðningsmönnnum flokksins sem hér réð ríkjum um 18 ára skeið, flokksins sem skapaði jarðveginn fyrir brjálæðið, flokksins sem afnam reglurnar, flokksins sem gaf vildarvinum sínum fiskinn í sjónum og bankana í landinu. Flokksins sem þangað til fyrir skemmstu þakkaði sér og engum öðrum en sér afrek útrásarvíkinganna.
Ekki það?
Hvað með þetta þá?
mánudagur, 9. febrúar 2009
mánudagur, 2. febrúar 2009
Ég man að...
þegar ég var strákur var sungið í vissum kreðsum (með dreymandi augnaráði):
Morgunblaðið brunnið er
við bálið þar var gaman
kommúnistar komu hér
og kveiktu í öllu saman
Birnir Bjarnasynir heimsins höfðu fyrir satt að þetta væri alveg planið og biðu bara eftir að kommaskríllinn kæmi æðandi með kyndlana.
Mér finnst alveg dásamlega kaldhæðnislegt ef mogginn drepst svo á endanum úr græðgi og kapítalisma.
sunnudagur, 1. febrúar 2009
Jæja...
þá er Framsóknarflokkurinn aftur kominn til valda.
Einhvern veginn fyllist ég ekki bjartsýni við tíðindi dagsins.
föstudagur, 30. janúar 2009
Ástin mín á afmæli í dag!
Hún verður fallegri og yndislegri með hverjum deginum sem líður.
Ég er gæfumaður.
miðvikudagur, 28. janúar 2009
þriðjudagur, 27. janúar 2009
Hnoð sem verðskuldar ekki titil...
Imba og Geiri eru kvitt
á hvort annað veina
ég þarf ekki lengur þitt
þú veist hvað ég meina
mánudagur, 26. janúar 2009
Þá er hún hrokkin upp af!
Kafnaði í hroka.
Varð fáum harmdauði.
Eiginlega alveg sama hvað tekur við.
Getur tæpast orðið verra.
sunnudagur, 25. janúar 2009
Fyrsti í öxlun!
rann upp eftir rúma þrjá mánuði.
Vona að annar í öxlun sé á næsta leiti.
Gaman að sjá að dropinn holar líka hrokasteininn.
Blindir að fá sýn og daufir að heyra?
Vonandi!
Nudge nudge wink wink Þvergeir!
miðvikudagur, 21. janúar 2009
Democracy is coming...
It's coming through a hole in the air,
from those nights in Tiananmen Square.
It's coming from the feel
that this ain't exactly real,
or it's real, but it ain't exactly there.
From the wars against disorder,
from the sirens night and day,
from the fires of the homeless,
from the ashes of the gay:
Democracy is coming to the U.S.A.
It's coming through a crack in the wall;
on a visionary flood of alcohol;
from the staggering account
of the Sermon on the Mount
which I don't pretend to understand at all.
It's coming from the silence
on the dock of the bay,
from the brave, the bold, the battered
heart of Chevrolet:
Democracy is coming to the U.S.A.
- L. Cohen
mánudagur, 19. janúar 2009
Fannst svolítið skondið...
á Austurvelli á laugardaginn þegar ég heyrði fylgdarmann fransks sjónvarpsfréttahóps reyna að þýða "Helvítis fokking fokk" á frönsku.
Hann kom nú reyndar merkingunni vel til skila heyrðist mér...
Einhverjar tillögur um þýðingu annars?
Kristín?
Einhver?
laugardagur, 17. janúar 2009
Getur einhver bent mér...
á friðsamleg mótmæli sem hafa skilað nokkrum sköpuðum hlut?
Ekki misskilja, ég mæti á Austurvöll í dag, eins og aðra laugardaga.
Stundum efast ég bara um að það sé til nokkurs...
mánudagur, 12. janúar 2009
Ég lærði þegar ég var lítill stubbur...
að það eina sem þarf til að illskan nái yfirhöndinni í heiminum er að gott fólk geri ekki neitt.
Ég leiddi þetta hjá mér árum og kannski áratugum saman.
En upp á síðkastið hefur mér orðið betur og betur ljóst að þetta er það sem máli skiptir.
Græðgin og heimskan hafa vaðið uppi.
Og allt of margt gott fólk gerði ekki neitt.
Það er mikið auðveldara að þegja bara.
Láta ekki á sér bera, horfa framhjá, bölva kannski í hljóði
og vona að einhver annar hreinsi upp skítinn.
En meira að segja gufu eins og mér getur ofboðið.
Og nú hefur það gerst.
Ég vil geta horft framan í börnin mín og barnabörnin ef ég eignast þau.
laugardagur, 10. janúar 2009
miðvikudagur, 7. janúar 2009
Ég horfði á Kastljós í kvöld...
og varð bæði sár og reiður!
Svo las ég þetta:
http://hateigsvegur.wordpress.com/2009/01/07/fagra-nyja-island/
Nákvæmlega hvað ég vildi sagt hafa!
Held mér finnist Samfylkingin bara enn skítlegri en Sjallarnir.
Ég hafði einhven tíma einhverja trú á þessu liði.
Flónið ég!
þriðjudagur, 6. janúar 2009
Og á meðan...
sprengir ísraelsher smábörn og mæður þeirra...
Er það bara mér sem verður hugsað til gettósins í Varsjá?