laugardagur, 28. febrúar 2009

Og grasrótin sem leit svo vel út fyrir fáeinum vikum...

gulnar óðfluga, breytist í líflausa sinu og drepst. Kannski erum við bara svona ófullkomin dýrategund eftir allt saman.
Gömlu flokkssláttuvélarnar rúlla áfram, smá kinnalitur hér og augnskuggi þar, verstu slúbbertunum ýtt út (nema Árna Johnsen sem ekkert haggar) það er veggfóðrað yfir sprungurnar og látið eins og ekkert hafi í skorist. Hvarflar helst að manni að nýjir valdhafar ætli sér að sanna að það sé sami rassinn undir þeim öllum.
Fólk er alveg ótrúlega fljótt að gleyma...

Í öðrum fréttum er það helst að ég elska baunina mína meira en ég get sagt. Ekki síst þegar hún er lasin.

Engin ummæli: