að það eina sem þarf til að illskan nái yfirhöndinni í heiminum er að gott fólk geri ekki neitt.
Ég leiddi þetta hjá mér árum og kannski áratugum saman.
En upp á síðkastið hefur mér orðið betur og betur ljóst að þetta er það sem máli skiptir.
Græðgin og heimskan hafa vaðið uppi.
Og allt of margt gott fólk gerði ekki neitt.
Það er mikið auðveldara að þegja bara.
Láta ekki á sér bera, horfa framhjá, bölva kannski í hljóði
og vona að einhver annar hreinsi upp skítinn.
En meira að segja gufu eins og mér getur ofboðið.
Og nú hefur það gerst.
Ég vil geta horft framan í börnin mín og barnabörnin ef ég eignast þau.
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir 5 vikum
2 ummæli:
Nákvæmlega!
Oui!
Skrifa ummæli