Stundum þegar ég ligg í myrkrinu
og hlusta á andardráttinn þinn fer ég að hugsa.
Um lífið áður en ég kynntist þér.
Stundirnar sem við höfum átt saman
og alla dagana sem ég þrái að eiga með þér
meðan bærist líf í brjósti.
Og hver andardráttur þinn
verður mér svo óendanlega mikilvægur.
Þá finn ég svo sterkt að þú ert mér alls virði
og hvað ég elska þig heitt.
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir 5 vikum
1 ummæli:
Þetta eru falleg orð til fallegrar konu. Kveðja. Gulla Hestnes
Skrifa ummæli