Ég er orðinn alveg ofboðslega leiður á þessuIcesave þrasi endalaust.
Allt bullið sem vaðið hefur uppi er svo yfirgengilegt að manni fallast eiginlega hendur.
Mér finnst þetta nefnilega afskaplega einfalt mál.
Atburðarásin var svona:
1. Íslensk stjórnvöld (kosin af almennningi) gáfu vinum sínum banka.
2. Vinirnir (sem reyndust vera ótíndir glæpamenn) keyrðu bankann í þrot.
3. Stjórnvöld og eftirlitsstofnanir í landinu hundsuðu aðvaranir og gripu ekki í taumana, heldur þvert á móti slökuðu á reglum.
4. Þegar allt var að fara til andskotans í bankanum datt bófunum í hug að ljúga út úr fólki sparifé, einkum í Englandi og svo Hollandi.
5. Þegar þarlendir eftirlitsaðilar fóru að hafa áhyggjur af stöðunni hjá glæpamönnunum og bankanum þeirra gengu stjórnvöld og stofnanir hér rösklega til verks við að róa liðið.
6. Bankinn fór á hausinn eins og óhjákvæmilegt var og mikill fjöldi erlendra innistæðueigenda tapaði peningunum sínum.
Hver ber svo ábyrgð á stöðunni sem upp er komin?
Það blasir við að Sjálfstæðisflokkurinn á þetta mál með húð og hári.
Davíð Oddsson (sjálfstæðismaður) gaf flokksbræðrum sínum ríkisbanka.
Einn þeirra, Kjartan Gunnarsson (framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins), sat sem varaformaður bankaráðs m.a. til að viðhalda tengslum banka og flokks, samanber talsambands-ummælin. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins sem átti að hafa eftirlit með bankanum er fyrrum formaður Heimdallar. Sá sem skipulagði kynningu og markaðssetningu Icesave í Evrópu er að ég best veit Þórlindur Kjartansson nú varaþingmaður flokksins. Hinir ýmsu ráðherrar flokksins (með dyggilegri aðstoð Ingibjargar Sólrúnar og Björgvins G. Sigurðssonar) stungu skýrslum undir stóla, fóru í trúboðsferðir og reyndu í lengstu lög að hilma yfir með glæpamönnunum.
Og um hvað snýst svo Icesave málið í dag?
Hundruð þúsunda innistæðueigenda töpuðu háum fjárhæðum.
Bresk og Hollensk stjórnvöld krefjast þess að íslensk stjórnvöld standi skil á lámarksinnistæðutryggingu (20.800 evrum) til einstaklinga sem áttu innistæður.
Og þar sem innistæðutryggingasjóðurinn er tómur er krafan að stjórnvöld ábyrgist þessa skuldbindingu. Nú er rétt að undirstrika og ítreka að það er ekki verið að krefjast þess að íslenski tryggingasjóðurinn greiði meira en lámarkstrygginguna. Og það er ekki verið að krefjast þess að sjóðurinn greiði öðrum en einstaklingum trygginguna. Líknarfélögin, barnaspítalarnir og allir hinir sem áttu fé á þessum reikningum eiga bara almenna kröfur í þrotabúið og fá væntanlega ekkert upp í þær. Bretum og Hollendingum er hins vegar ljóst að við eigum ekki fyrir þessu og hafa þess vegna samið við hérlend stjórnvöld um að lána okkur fyrir tryggingunni.
Þar að auki hafa sömu stjórnvölsd ákveðið að bæta reikningseigendum skaðann umfram lágmarkið, þó ljóst sé að það fæst ekkert upp í þær greiðslur frá þrotabúinu eða tryggingasjóðnum.
Helstu rökin gegn því að semja eru þau að
a) hér hafi orðið kerfishrun og þess vegna eigi lög og reglur ekki við
b) Landsbankinn hafi verið einkafyrirtæki og þess vegna engin skuldbinding hins opinbera
c) þetta sé gölluðu regluverki Evrópusambandsins að kenna og komi okkur þess vegna ekki við.
Um þetta vil ég segja tvennt.
Í fyrsta lagi eru bankar ekki venjuleg fyrirtæki. Þeir starfa með leyfi og undir eftirliti stjórnvalda. Og eru þess vegna á ábyrgð stjórnvalda að verulegu leyti.
Í öðru lagi er Icesave til komið vegna glæpsamlegs hátternis Landsbankans og einskis annars.
Landsbankinn, ólíkt hinum glæpafyrirtækjunum rak svikamylluna sína sem útibú frá Íslandi, með því móti komust þeir hjá eftirliti erlendis og gátu farið sínu fram lengur en í leiðinni skapað tryggingasjóðnum hér ábyrgð.
Það hefur ekkert með kerfishrun eða regluverk að gera.
Að lokum þetta. Miðað við allt sem aflaga fór í hruninu og aðdraganda þess er Icesave smámál.
Þó að óvíst sé með heimtur, er samt varlega áætlaður kostnaður ríkissjóðs svona helmngurinn af því sem gjaldþrot Seðlabanka Davíðs Oddssonar (já, þess sama) kostar okkur. Þetta mál hentar hinsvegar mjög vel til hverskonar lýðskrums um hvernig vondir útlendingar í samsæri sitja um okkur sakleysingjana og ætla að hafa af okkur landið og miðin.
Þáttur sjálfstæðismanna er svo alveg sérkapítuli.
Ef sá flokkur hefði snefil af sómatilfinningu bæðist hann einfaldlega afsökunar á Icesave og legði sig svo niður. Eða þegði að minnsta kosti á meðan um það er fjallað.
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir einum mánuði
8 ummæli:
nááááákvæmlega!
heyr heyr
Mér þætti alveg eðlilegt að almenningur tæki þessa byrði á sig ef hann hefði vitað hvað var að gerast. Við vissum það ekki og mér finnst alveg sjálfsagt að bæta sparifjáreigendum skaðann en mér finnst að ábyrgðin á því hljóti að liggja persónulega hjá þeim sem stálu, sviku og svindluðu og lugu svo að þjóðinni og alheiminum um allt saman. Hvernig getur þú og ófædd barnabörn þín, verið ábyrgur fyrir ákvörðunum sem voru teknar á bak við þig og þú hafðir ekkert um að segja?
Eva, við sem þjóð berum ábyrgð á þeim stjórnvöldum sem við sauðirnir kusum yfir okkur. Aftur og aftur. Að sjálfsögðu á að hirða hvern eyri sem hægt er að hirða af glæpamönnunum sme ráku bankann. Icesave snýst hins vegar ekkert um það, heldur hitt að stjórnvöld með aðgerðum sínum og aðgerðaleysi bökuðu okkur ábyrgð sem við getum ekki hlaupist undan.
skýr greining. gæti ekki verið meira sammála.
hitt er svo annað mál hvort setur okkur í verri súpu:
að bera ábyrgð á drullu xD (drullunni sem við leyfðum/ horfðum framhjá/ hundsuðum vegna fáfræði)
eða:
svíkja almenning í nokkrum Evrópulöndum, Eþíópíuhjálparstofnun, skólasjóði Oxford og Cambridge, nokkur sveitarfélög í Englandi, osfrv.
ég er bara orðinn kolruglaður á þessu öllu:
það er annars vegar talað eins og undirritun samningsins þýði brot á stjórnarskrá, árás á fullveldið og eyðingu byggðar á Íslandi eins og við þekkjum hana --
á hinn bóginn er talað eins og höfnun samningsins þýði útilokun frá eðlilegu samstarfi við aðrar þjóðir, árás á trúverðugleika evrópska bankakerfisins og eyðingu byggðar á Íslandi eins og við þekkjum hana --
hrmpf .. ,,gib mir ein Leitbild!"
Eva - þú ert ein af þeim fáu, eins og ég, sem gagnrýndum frekar snemma þennan ofvöxt bankakerfisins og þessa útrásargeðveiki.
en flestir gerðu það ekki, - var bara sama.
flestir kærðu sig kollótta um hvað var að gerast - fyrr en falska spilaborgin bara hrundi.
aðrir nærðust á þjófnaðinum og lokuðu þannig augunum.
bera þeir, sem sögðu bara: ,,aha, alltí kei!" enga ábyrgð á þeim yfirvöldum sem þeir kusu/ studdu/ þóttust ekki vita af??
og nú grenja allir: ææ mig auman, ég aumi ísl. almenningur uuuhhu - nei, rænum frekar evrópska ættingja okkar.
eina lausnin, mér vitandi:
að gera enn eina tilraun til að semja - af heiðarleika, og án þess að það kosti okkur framtíð barna okkar á Íslandi.
að finna fulltrúa til að gera bretum og hollendingum ljósar hrikalegar afleiðingar af samningnum.
annars segi ég bara eins og Gunnþór:
maður fær ógeð af því bara að heyra orðið IceSave hrmpf!
An excellent summary, thanks very much.
It is unfair that the Icelandic population must bear the heavy price of paying off Icesave in the future. But the arguments put forth by some Icelanders, especially the sort of arguments made by the law professors, are rather weak and little more than a justification to avoid responsibility. The deposit fund was established for a good reason (which the government agreed with at the time), and the government cannot now claim that only the deposit fund is liable. The government should have made sure that Icesave was an independent bank company like Kaupthing-Edge in Germany. A very, very serious mistake by the government, and you Icelanders have the Bjorgulfs and Sjalfstaedisflokkur and Oddson's Central Bank and FME to thank for that. A tragic and monumentally stupid mistake.
Actually, Iceland does have a choice not to pay - but the price is a very heavy one: to reject EFTA and the EU and live alone as a Cuba of the North Atlantic. But Iceland cannot logically accept some of the rules (and benefits) of EFTA/EU while rejecting those it does not like.
As citizens of a constitutional democracy we are responsible, as a nation, for the actions of our elected politicians. Even if we voted for the opposition.Fairness has nothing to do with it. One should also note that Icesave is a relatively small part of the overall financial burden that the nation has to accept because of the crash. Probably 10 - 15%. However it has been in the interest of some of the main culprits to pretend that Icesave is the main (if not the only) burden.
Skrifa ummæli