Ég hljóp hálfmaraþon í morgun.
Ég er býsna ánægður, þó tíminn hafi ekki verið neitt sérstakur.
Ég hef lítið hlaupið í sumar og verið slæmur í hnénu undanfarið.
En þetta hafðist. Og ég var ekki verr haldinn en svo að ég hjólaði heim eftir hlaupið.
Aldur og fyrri störf og allt það.
Rétt marði að verða á undan sögukennaranum mínum úr menntó. Hann er kominn yfir sjötugt!
Ég ætla að verða svona þegar ég verð stór.
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir einum mánuði
3 ummæli:
Gratulerar!
Góður!
Góður!
Skrifa ummæli