Ég gerði tilraun í kvöld, skokkaði í rétt tæpan hálftíma, 4 km. sneri svo við og markmiðið var að skokka hraðar til baka. Það tókst, ég var 5 mínútum fljótari á bakaleiðinni. Mér finnst mér fara smávegis fram, jafnt og þétt, ekki við öðru að búast en að þróunin sé hæg hjá manni sem var að komast á grafarbakkann þegar hann hljóp af stað. Mér finnst gaman að hlaupa, en fáfræði mín og þekkingarskortur rennur mér til rifja. Ég er annars búinn að setja mér skammtímamarmið, meira um það seinna. Þeir vesalingar sem enn nenna að lesa þetta stagl (báðir tveir) eru svo beðnir velvirðingar á leiðindunum.
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir einni viku
Engin ummæli:
Skrifa ummæli