Hvíldardagur. Svaf út, brást við aðsteðjandi nærbuxnaleysi með handþvotti í baðkarinu. Tölti niður að strönd seinnipartinn. Verslaði smá, vatn, mangósafa, sultu og brauð. Fórum svo fínt út að borða um kvöldið að halda upp á afmæli Arnar. Fórum á rosagóðan ítalskan stað. Frábær matur! Svo komum við hingað heim og héldum pent afmælispartí. Allir snemma í háttinn samt, því á morgun á að snorkla!
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir 2 mánuðum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli