Tek þessa þrjá saman. Við lögðum af stað frá Mahe (aðaleyjunni) til Praslin (borið fram Pralín) klukkan hálf átta á föstudagsmorgni. Sigldum með svona hraðskreiðri tvíbytnu, sem var klukkutíma á leiðinni. Fjörug ferð, sumir urðu sjóveikir og svona en mér fannst bara gaman. Praslin er voða falleg, minni en Mahe og margt að sjá. Við fórum í skóla þar og gengum frá eftir heimamenn, það var bara þokkalegt svo við sluppum vel frá því. Seinnipartinn sigldum við svo með minni bát yfir til La Digue. Það er enn minni eyja, mjög falleg og friðsæl, allir á hjólum og fáir bílar, en afar myndrænar uxakerrur sem fólk ferðast með. Þar græjuðum við einn skóla (Eina skólann á eyjunni) og áttum svo frídag allan laugardaginn og sunnudagsmorguninn. Gistum á skondnu litlu hóteli, skoðuðum geggjaðar strendur, fórum í kvöldverðarboð á lúxushótel, og chilluðum fyrir allan peninginn. Fyrripartinn á sunnudag sigldum við svo til baka til Praslin og fórum og skoðuðum friðaðann pálmaskóg sem er á náttúruminjaskrá UNESCO. Gengum þar í tvo tíma og skoðuðum pálma af ýmsum sortum. Seinnipartinn var svo siglt til baka til Mahe. Meðan við biðum eftir bátnum fékk Bernard svo símtal og þær fréttir ða brotist hefði verið inn í ráðuneytið um helgina, og ekki vitað hverju væri búið að stela. Þetta voru vitaskuld slæmar fréttir og við vorum auðvitað kvíðnir yfir okkar dóti. Við máttum ekki fara á staðinn, svo við gátum ekkert gert annað en beðið til morguns og séð þá hvort og þá hverju hefði verið stolið frá okkur. Fór í langan göngutúr á ströndinni um kvöldið, hvítur sandur og tunglskin, ótrúlega fallegt...
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir 2 mánuðum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli