Versti dagurinn til þessa! Einhvern veginn allt gengið á afturfótunum í dag. Vorum í tveim skólum að yfirfara uppsetningar á tölvum hjá vinum okkar hér. Ekki gott! Þurftum að vinna ansi mikið upp eftir þá. Líka heitasti dagurinn. Bara mikil vinna og puð og hiti. Ljósi punkturinn var hádegismaturinn, ég fékk geitakássu sm mér fannst góð. Kannski rétt að útskýra smá hvernig hádegismatur á eyjunum virkar. Út um allar trissur eru litlir staðir sem bjóða upp á take away hádegismat. Allstaðar eins hvítir frauðplastbakkar, hrísgrjón undir og svo eru 4 - 6 mismunandi kássur í boði ofaná. Þetta borða ALLIR í hádegismat, skólakrakkar, kennarar og útlenskir tæknimenn. Svo var farið á skikkanlegum tíma í háttinn, því á morgun eru ferðalög.
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir 2 mánuðum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli