Vöknuðum og biðum spennt eftir fréttum. Fengum svo að vita að þjófarnir komust ekki inn í salinn þar sem dótið frá okkur er geymt. mikill léttir. Fórum á staðinn og sáum að reynt hafði verið að spenna upp hurðina, án árangurs. Kunnum við þjófunum bestu þakkir fyrir klaufaskapinn. Tókum til það sem við þurfturm og fórum í tvo skóla, að ganga frá uppsetningum og yfirfara. Allt í góðu standi, teknar myndir til að sýna styrktaraðilum hvað verður um gömlu vélarnar þeirra, gaman að sjá þessi fallegu börn sem mörg höfðu aldrei snert tölvu áður. Borðuðum svo kvöldmat í Victoria, og svo heim til Beau Vallon í háttinn.
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir 2 mánuðum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli