Den store badedag!
Vöknuðum í grenjandi rigningu og leist ekki á blikuna. En það stytti fljótlega upp og um kl. 9 vorum við mætt á ströndina. Hið góða skip Petra lagðist skömmu síðar við akkeri og við óðum um borð. leiðin lá svo í fallega vík með sandströnd þar sem kokkurinn var settur í land með matinn en við héldum áfram yfir í Marine Park verndarsvæðið. Þar var sko snorklað! Fyrir allan peninginn! Ég hef aldrei séð annað eins. Maður synti innan um torfur af skrautfiskum í öllum regnbogans litum og stærðin allt frá ponsulitlum upp í stóra hlemma. Þetta var svo fallegt! Þegar allir vour orðnir örmagna af snorkli var farið til baka í fyrstu víkina þar sem kokkurinn var búinn að græja þennan fína mat, grillaðan fisk og salat. Át á mig gat, svo var slakað á dágóða stund, en síðan átti að fara á veiðar. En margt fer öðru vísi en ætlað er... Varla var fyrsti spúnn sokkinn í sæ þegar á brast þvílíkt úrhelli að ég hef ekki séð annað eins! Hitabeltisstormur og vantaði bara eldingarnar. Þegar við bættist að sumir í hópnum eru ekki mjög sjóhraustir, var ekki um annað að ræða en bruna í land og láta gott heita. En það var ótrúleg tilfinning að sitja í stefninu og láta rigninguna lemja á sér... Finna að maður var lifandi! Og lítill frammi fyrir náttúruöflunum.
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir 2 mánuðum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli