Fyrsti dagurinn var nú frekar tíðindalaus. Lentum á flugvellinum í hellirigningu eftir 10 og hálfs tíma flug frá London. Svaf talsvert í vélinni, en maður er nú samt frekar ræfilslegur eftir svona flug. Það eru 6 aðrir íslendingar í hópnum, Halldór, Örn og Erik, sem ég mun vinna með og svo konurnar þeirra, Edda, Anna og Jónína. Bernard og Robin frá ráðuneytinu tóku á móti okkur og keyrðu okkur þangað sem við búum 5 saman í fínu húsi, og Erik og Jónína eru svo á hóteli rétt hjá.
Við erum á stað sem heitir Beau Vallon, þetta er ferðamannastaður, rétt hjá höfuðborginni Victoria (hún er á stærð við Hafnarfjörð) Þar var svo slakað á fram eftir degi, út að borða og farið snemma í háttinn.
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir 2 mánuðum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli