mánudagur, 24. mars 2008

Sjónvarpsrannsóknir - Fyrstu niðurstöður

Ég er mikið búinn að reyna að horfa á sjónvarp í dag.
Það hefur gengið brösulega.
Ég hef þó gert nokkrar uppgötvanir sem ég ætla að deila
með báðum lesendum þessarar síðu.

Það er ekki til svo vesæll krókódíll í veröldinni
að um hann hafi ekki verið gerðir minnst tveir þættir
og þeir sýndir á Animal Planet, Discovery og NatGeo Wild.

Mythbusters hafa sýnt fram á að það er ekki til neins
að hoppa upp ef maður er í lyftu sem hrapar.

Júllurnar á J-Lo verða minna spennandi í hvert skipti
sem hún skekur þær í átt að linsunni.

Það er samið alveg ótrúlegt magn af leiðinlegu poppi í heiminum.
Og endalaust reynt að breiða yfir það með júlluskaki.

Guð er blankur og fulltrúar hans hér á jörð vilja að ég reddi því.
Núna. Strax. Með því að hringja. Núna.

Fari tveir í kapp vinnur annar nema þeir verði jafnfljótir.

Bílaframleiðendur nota ótrúlega marga pénínga í að auglýsa bílana sína.
Vita þeir eitthvað sem ég veit ekki?

Ef maður vill láta ameríkana hlaupa af stað,
á maður bara að öskra frííís!

Það er búið að framleiða svo margar seríur af America's next top model
að það verður að slaka á innflytjendareglum til að manna (kvenna?) næstu seríu.

Gæti haldið svona áfram í alla nótt, en stoppa hér, má ekki missa af Mythbusters.
Hvað ætli þurfi margar borðtenniskúlur til að lyfta skipi af hafsbotni?
Hei!
Hverjum er annars ekki rennislétt sama?

1 ummæli:

Guðjón Viðar sagði...

Mythbusters eru frábærir:) Kjúklingabyssuþátturinn hlýtur að vera sá besti og svo þessi með hljóðdeyfinn úr lúðrinum og hljómsveitastjórann:)