Það er svo mikil gleði og hamingja á flugvöllum.
Við komufarþegahliðið.
Ég var ekki þar í morgun.
Ég var brottfaramegin,
stóð með tárin í augunum
og horfði á eftir ástinni minni.
Helgin búin að líða svo hratt.
Yndislegar stundir.
En alltaf samt þessi vitund
um að kveðjustundin færist nær.
Ástin mín hvað ég þrái heitt,
daginn þegar ég kem til þín
án þess að vera
með farmiða
burt frá þér aftur.
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir 5 vikum
2 ummæli:
gæfa að eiga einhvern að sem svona sárt er að kveðja, verðum við ekki að snúa því þannig?
Ein stund með þér er allra kveðjustunda virði!
Skrifa ummæli