Bara annað skiptið í vetur sem ég man eftir að sjá snjó.
Festir samt ekki á jörð, of hlýtt til þess.
Átti annars eins góða helgi og hægt er,
án þess að hafa ástina mína hjá mér.
Gerði skemmtilega hluti með krökkunum,
fórum í nýopnaðan Bakken og í dýragarðinn.
Sáum bavíana láta, ja eins og bavíana.
Ástfangnar skjaldbökur og margt fleira skemmtilegt.
Um leið og ég kvaddi þau í morgun fór svo að snjóa.
Það fer ágætlega við sálarlífið akkúrat núna.
Ég sakna elskunnar minnar óskaplega.
Ég hitti hana að vísu um páskana
en það er svo ofboðslega langt þangað til.
Fjórir dagar. Ekki mikið í jarðsögulegu samhengi.
En eins og mér líður núna eru fjórir dagar heil eilífð.
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir 5 vikum
2 ummæli:
Og ég sit hér með hjartslátt yfir því hvað 6 vikur er stuttur tími, en það er ca tíminn fram að prófum.
Manni bara liggur við að vitna í Stein Steinarr...
Tíminn er harmonikka.
Þenst út og dregst saman sitt á hvað.
Skrifa ummæli