þegar maður skrifar á veraldarvefinn.
Ég velti stundum fyrir mér af hvaða hvötum fólk les það sem ég skrifa hér (ekki svo að skilja að það sé um einhvern gríðarlegan fjölda að ræða, þú sem þetta lest ert satt best að segja í afar exklúsívum klúbb!).
Ég veit um nokkra (einkum fjölskyldumeðlimi) sem lesa þetta blogg til að fylgjast með tíðindum í Danaveldi. Það er frekar dapurlegt, því meira sorrí fréttamiðill er vandfundinn.
Ég vona auðvitað að einhverjir líti hér inn og lesi af því þeim finnist það skemmtilegt (ok ok veit þetta er fáránlegt! Hér er einkum boðið uppá innistæðulaus yfirlætisdrýgindi og uppdubbaða aulafyndni, í bland við einfeldningslegar kornflexpakkafílósóferingar).
Flestir villast sennilega hingað fyrir slysni, sjá hvað hér er á seyði, forða sér og koma aldrei aftur. Afar skiljanlegt.
Og svo veit ég um örfáa sem koma hér inn, af því sem ég verð að kalla annarlegum hvötum. Ætla svo sem ekkert að segja um það, annað en að ég vorkenni þeim.
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir 5 vikum
9 ummæli:
kornflexpakkaheimspeki er ekki síðri en rassvasaheimspeki:)
Nei alls ekki!
Oft líka verri lykt úr rassvasanum...
Hvað áttu við með annarlegum hvötum?
Þetta er góð spurning.
Mjög góð spurning.
Póstmóderníska svarið væri auðvitað að eins manns annarlegheit séu annars manns eðlilegheit.
En þar sem ég er ákaflega forpóstmódernískur segi ég bara:
Það verðurðu að segja þér sjálf...
Ég er almennt bara í annarlegu ástandi. Er það í lagi?
Miss G
Já, svo lengi sem þú setur þig ekki í einhverjar aukaannarlegar stellingar þegar þú kemur hingað...
Já, ég skal hafa það í huga ;)
Miss G
Ég er líka alltaf í annarlegu ástandi en ég er líka rauðhærð þannig að það segir sig sjálft;)
Já, og ég er örvhentur!
Lifi minnihlutahópar!
;)
Skrifa ummæli