alveg ótrúlega mikið ofbeldi í þessum heimi.
Lítil takmörk fyrir hvað fólk er tilbúið
að láta heift og reiði og hatur teyma sig langt.
Sumt ratar á síður blaðanna og inn í fréttatíma.
Sérstaklega ef ofbeldið er myndrænt og sláandi.
Blóðpollar og brostin augu selja...
Svo hristir fólk höfuð í hryllingi,
horfir á börn í stríði skjóta og meiða önnur börn.
En á sama tíma, gerir upplýst, siðmenntað fólk
sín eigin börn að vopnum, til þess eins að meiða og særa.
Já, hatrið lifir góðu lífi.
Líka í vestrænum velmegunarhjörtum.
Og svo blæðir börnunum...
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir 5 vikum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli