Ég var svo lánsamur í haust
að kynnast konu sem er einfaldlega dásamleg.
Hún er óviðjafnanleg að vitsmunum.
Leiftrandi tilsvörin, taumlaust hugmyndaflugið,
haukfránt innsæið og kraumandi húmorinn
verða til þess að ég þarf virkilega að vera á tánum
til að vera ekki eins og auli við hlið hennar.
Svo er hún svo falleg og þokkafull
að ég stend meira og minna á öndinni.
Ég get gleymt mér tímunum saman við að horfa á hana
og jafnvel minnsta snerting sendir sæluhroll um mig allan.
Ég er ekki trúaður maður,
en eftir að ég hitti hana í fyrsta sinn og horfði í augun hennar,
hnoðaði ég saman morgunbæn sem ég fer oftar en ekki með þegar ég vakna.
Góði Guð!
Láttu hana vakna og opna augun
í dag og alla daga
Svo ég geti drukknað í þeim
í dag og alla daga.
Ég elska þessa konu takmarkalaust.
Það tók mig tæp 45 ár að finna hana, en þó það hefði tekið mig alla ævina,
hefði einn dagur með henni gert biðina þess virði.
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir einni viku
6 ummæli:
Noh, bara orðið opinbert? Ég hef ekki sagt neinum!
Já, lífið er of stutt til að eyða því í feluleiki. Enda bara fallegar tilfinningar á ferðinni. En hvernig læt ég... Þetta vita allar parísardömur, bæði innfæddar og aðfluttar.
Mikið er þetta fallega sagt og skrifað.
Miss G
PS. Þú gleymdir að telja upp fimm- klúta-færslur í umræðunni um þjónustuna sem þú veitir lesendum ;)
Þetta fannst mér fallegt.
-anna.is
Ljómandi er þetta yndislegt :) Til hamingju, bæði tvö.
Gott á ykkur bæði :-)
Skrifa ummæli