nokkuð bjartsýnn held ég. Gott ef ég er bara ekki með þetta íslenska veiðimannasamfélagsattitjúd.
Þetta reddast! Þetta verður allt í lagi! Okkur leggst eitthvað til á morgun...
Voða þægilegt hugarfar, sparar manni óþarfa áhyggjur og hingað til, að minnsta kosti, hefur allt reddast í lífinu.
En einstöku sinnum kemur fyrir að það liggur illa á mér, ég fæ vonleysistilfinningu og fer að hugsa neikvætt, hætti að trúa að hlutirnir gangi. Það getur verið þrautin þyngri að komast upp úr svona spíral. Ef að í kringum mig er svo fólk sem er fast í neikvæðni, reiði og hatri verður enn erfiðara að komast úr þessu ástandi.
En ég er svo heppinn að eiga góða að, fólk sem ég get talað við, þegið ráð, stuðning og uppörvun.
Það er til svo gott fólk í þessum heimi að ég hefði ekki trúað því, nema vegna þess að ég hef fengið að kynnast nokkrum svoleiðis.
Takk kæra fólk fyrir hjálpina!
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir einni viku
4 ummæli:
Ef ég væri ekki stanslaust að hlæja að heiminum, þá væri ég í vondum málum.
Já, annað hvort hlær maður að honum eða grætur yfir honum. Eiginlega fátt annað í boði.
Þetta var nú verulega krúttlegt.
Hmmm... já krúttlegt kannski, satt samt...
Lífið er sífellt nám... Matsatriðin mörg...
Skrifa ummæli