á þessu endalausa peningatali hálfa og heilu fréttatímana. Eru viðskiptafræðingarnir gjörsamlega að tröllríða öllu? Heljargreipar hagfræðinnar með kverkatak á samfélaginu? Skiptir ekkert lengur máli nema debet og kredit? Gróði og tap? Eru rétt og rangt bara gamlar lummur? Fallegt og ljótt, siðlegt og siðlaust? Hvar fór mannkynið eiginlega út af sporinu? Hvernig í ósköpunum dettur einhverjum í hug að lausn einhverra vandamála felist í að fólk kaupi fleiri bíla? Og já já ég veit. Þetta peningadrasl er nauðsynlegt... En það eru skólplagnir líka og ekki eru þær í fréttunum í tíma og ótíma. Það sem mér finnst leiðinlegast af þessu öllu eru samt þessar erkisens vísitölur fútshjú og nösin og hvað þær nú heita. Að heyra glaðhlakkalega fréttamenn og konur greina frá að fútsjú hafi hækkað um tvo punkta... Eða sorgbitna þulina segja frá lækkunum um 3 1/3 punkta á nösinni.
Hvernig væri að hætta þessu verðbréfavísitölublaðri og birta heldur vísitölur um hluti sem standa okkur nær og skipta ekki síður máli. Mér dettur í hug rómóvísitalan sem hækkaði í gær þegar ástfangið par sást kyssast í hellirigningu í Hljómskálagarðinum, eða Gúddívísitalan sem tók kipp upp um marga punkta í dag þegar fjórir menntaskólapiltar stóðu upp fyrir öldruðum konum í strætisvagni í borginni. Landsþekktir rómantíkerar svo í viðtölum um aðgerðir stjórnvalda til að sporna gegn lækkandi rómóvísitölu.
Sennilega ekki hægt að banna verðbréfamiðlara, en hvernig væri að gera þeim skylt að vera í górillubúningum í vinnunni?
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir einni viku
Engin ummæli:
Skrifa ummæli