og Karnavon lávarði hérna um árið þegar hann stóð í grafhýsinu og horfði á draslið.
Mér datt nefnilega í hug að fara í leiðangur og reyna að finna mér þægilegan stól. Leitin barst inn á risastóran loppemarked. Eina 4000 fermetra. Skil núna af hverju tekk er orðin fágæt viðartegund. Endalausar breiður af borðstofustólum. Haugar af sófasettum sem minntu mig á fílakirkjugarð. Og hægindastólar. Ógrynni af hægindastólum. Merkilega margir þeirra reyndar ískyggilega blettóttir, einna líkast og fyrri eigendur hefðu geispað í þeim golunni og fundist löngu seinna. Ég leitaði og leitaði, skoðaði og skoðaði. En allt kom fyrir ekki. Þeir sem mér leist á voru allt of illa farnir, og þeir sem voru sæmilega heillegir voru svo ljótir. Ætli ég endi ekki í KEA á morgun...
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir einum mánuði
Engin ummæli:
Skrifa ummæli