fimmtudagur, 14. febrúar 2008

Ég hata kveðjustundir.

Í haust og vetur er ég búinn að kveðja ástvini mína oftar en ég kæri mig um að muna.
Það er alltaf jafn vont og venst ekki, versnar bara frekar.
Að vita ekki, hvort, hvar eða hvenær leiðir liggja aftur saman.
Tár á flugvöllum, bílastæðum eða í lyftum.
Ganga einn í burtu og reyna að láta ekki sjást að maður grætur.
Minnast hverfulleika lífsins og að öllu er skammtaður tími.
Tauta einhver fátækleg orð.
Ef við sjáumst aldrei framar vil ég að þú vitir...

Annars er auðvitað ekki til frumlegt bein í mínum skrokk.
Einhver annar búinn að segja þetta allt löngu á undan mér:

Timerne føles så korte
ingenting varer ved.
Mor jer nu godt, når jeg er borte
Jeg ønsker jer sange og kærlighed

Bag mig er misbrugte dage.
Foran mig noget jeg ikke ved.
I, som skal blive tilbage,
jeg ønsker jer sange og kærlighed.

Jeg rejser uden eskorte
og uden bitterhed.
Mor jer nu godt når jeg er borte
Jeg ønsker jer sange og kærlighed.



Engin ummæli: