eitt og annað ofan í mig um dagana. Nú er komið að einu ofaníátinu enn. Mér finnst nefnilega orðið ótrúlega gaman að hlaupa! Gamli antísportistinn sem aldrei hreyfði sig ótilneyddur, valhoppar nú á hlaupaskóm um kaupinhafnskar þorpagrundir og finnst það gott. Það er verulega góð tilfinning að finna þolið aukast. Smá lengja hlaupaleiðir, finna eftirköstin minnka og skrokkinn styrkjast. Það er líka ótrúlega gott fyrir heilatetrið að hvíla sig, fá viðeigandi tónlist í eyrun og finna hvernig skrokkurinn hleypur eins og vindurinn. Ja, hægur andvari að minnsta kosti.
Mæli með þessu!
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir einum mánuði
Engin ummæli:
Skrifa ummæli