mánudagur, 18. febrúar 2008

Hvað er hægt að gera...

þegar maður horfir upp á fólk skaða sig sjálft með þráhyggjuhegðun?
Fullorðið fólk sem veit að það er bara að meiða sjálft sig með þráhyggjunni,
en segist ekki geta hætt...
Hvað ef til dæmis einhver manni nákominn væri sífellt að skera í sig?
Mér vitanlega eru engin lög sem banna fólki að valda sjálfu sér áverkum.
En að horfa upp á fólk með handleggina flakandi í sárum er vont.
Hvað á maður að gera?
Reyna að fela alla hnífa?
Passa að leggja hvergi frá sér eggjárn?
Borða allt með skeiðum?
Varla raunhæft...
Kannski reyna að fá viðkomandi til að leita sér hjálpar?
Það getur nú verið þrautin þyngri.
Það er svo sem hægt að teyma hross að vatni en að þvinga það til að drekka er ógjörningur.

Er það ósanngjörn krafa að fullorðið fólk sem ekki er sjúkdómsgreint með geðsjúkdóma hafi stjórn á hegðun sinni? Verður fólk ekki að taka ábyrgð á sjálfu sér? Verður maður ekki á einhverjum tímapunkti bara að segja: gott og vel, ég gefst upp. Þú verður að eiga þessa skurði við sjálfa þig...

Engin ummæli: