sunnudagur, 27. apríl 2008

Life is a beach














Átti dásamlegan dag með börnunum mínum.
Byrjaði á að næra kroppinn og andann.
Einkadóttirin bakaði croissants og svo var farið á ströndina.
Enn í kaldara lagi þó hitinn slefaði í 20 stig.
Þræddum norðurströnd Sjálands, hver bærinn öðrum dúllulegri,
hvítar strendur, sólarglenna og ískaldur sjór.
Kíktum við hjá Hamlet, og þræddum svo millaslóðir við Eyrarsund.
Dásamlegur dagur!


3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jahá. þetta getið þið í heitu löndunum.

myndarbörn sem þú átt!

Nafnlaus sagði...

Já, má ég þá frekar biðja um líf sem er beach en biatch.
Flottir krakkar.

Miss G

HT sagði...

Góðu konur!
Um leið og mér dettur í hug svar sem er nægilega gott til að vera ykkur samboðið mun ég pósta því hér.
Þangað til segi ég bara takk.