sem ég botna bara alls ekkert í. Einu sinni fannst mér það alveg skelfilegt, vildi vita allt og skilja. Sagði jafnvel ósatt og þóttist vita hluti. Ræddi af mikilli íþrótt um bækur sem ég hafði ekki lesið og myndir sem ég hafði ekki séð.
Með aldrinum rjátluðust nú þessi ósköp af mér, svona að mestu.
Í dag er ég bara sáttur við þá blöndu af skilningi og skilmysingi sem fyrirfinnst í litla kollinum.
Finnst núorðið að skynja alveg jafn mikilvægt og að skilja og að finna jafn mikilvægt og að vita.
Vil alveg eins vera tilfinningavera eins og vitsmunavera.
Best að vera bæði.
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir einum mánuði
2 ummæli:
vís húsvörður sem ég þekkti einu sinni sagði iðulega: maður þarf ekki að skilja allt.
fólk sem skilgreinir allt til helvítis getur verið stórvarasamur félagsskapur.
amen
Skrifa ummæli