fimmtudagur, 1. maí 2008

Tår i toget

Stundum er lífið rússibani, upp og niður og upp aftur.
Lítið sem maður getur gert annað en að halda sér fast,
og vona að allt fari á endanum vel.

Ég er búinn að ganga í gegnum mikla breytingatíma síðan í haust.
Sveiflast upp og niður, líða skelfilega og dásamlega og allt þar á milli.

Og ef ég hef eitthvað lært í vetur, þá er það að njóta augnabliksins.
Grípa daginn og leyfa mér að njóta. Fresta ekki og geyma ekki þar til seinna.

Sat í lestinni á leiðinni heim í kvöld og allt í einu helltist þetta yfir mig.
Hvað lífið getur verið stutt.

Svo kíkti ég á netið, 3G og allt það.

Sá að kærastan hafði skrifað svo fallega að ég táraðist.
Upplifði svo sterkt hvað ég er mikill gæfumaður.

Þökk sé þessu lífi...

Engin ummæli: