Átti dásamlegan dag með börnunum mínum.
Byrjaði á að næra kroppinn og andann.
Einkadóttirin bakaði croissants og svo var farið á ströndina.
Enn í kaldara lagi þó hitinn slefaði í 20 stig.
Þræddum norðurströnd Sjálands, hver bærinn öðrum dúllulegri,
hvítar strendur, sólarglenna og ískaldur sjór.
Kíktum við hjá Hamlet, og þræddum svo millaslóðir við Eyrarsund.
Dásamlegur dagur!