sunnudagur, 27. apríl 2008

Life is a beach














Átti dásamlegan dag með börnunum mínum.
Byrjaði á að næra kroppinn og andann.
Einkadóttirin bakaði croissants og svo var farið á ströndina.
Enn í kaldara lagi þó hitinn slefaði í 20 stig.
Þræddum norðurströnd Sjálands, hver bærinn öðrum dúllulegri,
hvítar strendur, sólarglenna og ískaldur sjór.
Kíktum við hjá Hamlet, og þræddum svo millaslóðir við Eyrarsund.
Dásamlegur dagur!


föstudagur, 25. apríl 2008

In my life

There are places I remember
all my life, though some have changed.
Some forever, not for better.
And some have gone, and some remain.

All these places have their moments
with lovers and friends I still can't recall.
Some are dead and some are living.
In my life I love them all.

But of all these friends and lovers,
there is no one compares with you.
And these memories lose their meaning
when I think of love as something new.

Though I know I'll never ever lose affection
for people and things that went before,
I know I'll often stop and think about them.
In my life I love you more.

Though I know I'll never ever lose affection
for people and things that went before,
I know I'll often stop and think of them.
But in my life I loved you more.
I love you more.
I love you more.

Lennon og McCartney
Ójá!

Föstudagsheimspekiblogg

fimmtudagur, 24. apríl 2008

Gleðilegt sumar!











Hlaupinn móti vorinu og sólinni!

þriðjudagur, 22. apríl 2008

Ástin mín er lasin.

Það finnst mér vont.
Vildi að ég væri hjá henni.
Óvenju aumt að vera fjarkærasti þegar þannig stendur á.
En það stendur allt til bóta.
Von bráðar.

mánudagur, 21. apríl 2008

Af hráum fiski

Ég var kominn á miðjan aldur áður en ég lærði að meta hráan fisk.
Maður hafði svo sem séð í bíó, hvernig skrítnir japanir sporðrenndu hráum fiski eins og pelíkanar.
Eða bjuggu til úr honum torkennilegar smákökur sem þeir spændu svo í sig á ofurhraða, með einhverskonar gestaþrautir í stað amboða.
Þetta þótti íslenska fordómafólinu álíka geðslegt og að stinga sér opinmynntur í baðker fullt af spriklandi hringormum eða annarri óværu.
Nei takk!

En svo var það fyrir nokkrum árum að ég lét til leiðast að bragða á.
Og til að gera langa sögu stutta varð það ást við fyrsta smakk.

Það var svo í vetur að fyrir mér lukust upp nýjar víddir og launhelgar.
Það hafði nú ekki hvarflað að mér, að aðrir en langskólagengnir japanir af miklum sushiættum gætu gert svona, en kærastan mín dásamlega sýndi mér fram á annað.
Mér var kennt að búa til sushi!

Nú er svo komið að engan mat kýs ég frekar en heimagert sushi,
og fátt veit ég fegurra en að horfa á nettu og fallegu hendurnar hennar töfra fram þessa fallegu bita úr hráum fiski, grjónum og grænmeti.

laugardagur, 19. apríl 2008

Það er gott að vera til

Það gerist allur fjandinn.
Hægðir og lægðir í lífinu.
Fólk hagar sér alla vega.
Stundum vel, stundum illa.

En svo koma fullkomin augnablik.
Þá er allt bjart og fallegt.
Ekkert til nema ást og fegurð.

Eitt slíkt augnablik
getur fleytt mér
ótrúlega langt.

miðvikudagur, 16. apríl 2008

Það er ekki margt sem toppar...

heimalagað sushi, úr ferskum íslenskum fiski.

Blóm og kransar afþakkaðir...

En þeir sem vildu minnast hans,
gera það vonandi fallega...

þriðjudagur, 15. apríl 2008

mánudagur, 14. apríl 2008

Það er svo margt í þessum heimi...

sem ég botna bara alls ekkert í. Einu sinni fannst mér það alveg skelfilegt, vildi vita allt og skilja. Sagði jafnvel ósatt og þóttist vita hluti. Ræddi af mikilli íþrótt um bækur sem ég hafði ekki lesið og myndir sem ég hafði ekki séð.
Með aldrinum rjátluðust nú þessi ósköp af mér, svona að mestu.
Í dag er ég bara sáttur við þá blöndu af skilningi og skilmysingi sem fyrirfinnst í litla kollinum.
Finnst núorðið að skynja alveg jafn mikilvægt og að skilja og að finna jafn mikilvægt og að vita.
Vil alveg eins vera tilfinningavera eins og vitsmunavera.
Best að vera bæði.

fimmtudagur, 10. apríl 2008

Dies irae

Liber scriptus proferetur,
in quo totum continetur,
unde mundus judicetur.

Ég veit...

miðvikudagur, 9. apríl 2008

Ástin mín!

Tíminn líður svo hægt
þegar ég er ekki hjá þér.
Stendur nánast kyrr.
Og svo þegar ég fæ
að vera nálægt þér
geysist hann af stað.
Ég horfi í augun þín
augnablik
og heilu dagarnir
æða hjá.

föstudagur, 4. apríl 2008

Aðeins heimskinginn...

óttast ekkert.

fimmtudagur, 3. apríl 2008

Þakka góð viðbrögð...

við seinustu færslu. Bæði bein og óbein. Hef fengið ýmsar tillögur og ábendingar um leiðir og mögulegar aðgerðir. Einfaldast væri að fletta bara ofan af óþverranum, ég hef ærin gögn í höndunum til þess, en jafnvel svona skítseyði á fjölskyldu, sem ég hef engan áhuga á að valda sárindum, þó að það væri vitaskuld ofbeldishegðun hans sem orsakaði slík sárindi.
En ég er einn, þið mörg, og þess vegna ætla ég hér með að auglýsa eftir tillögum og hugmyndum um aðgerðir, sem bundið geta endi á atferli þessa óþokka. Nú reynir á, að stoppa þetta ógeð.
Vinsamlegast sendið tillögur og ábendingar á stjupbauni (hjá) hotmail.com.
Fullum trúnaði heitið.

þriðjudagur, 1. apríl 2008

Undanfarið hef ég þurft að horfa upp á...

manneskju sem er mér kær þjást af völdum huglausrar rottu í mannsmynd.
Þessi brenglaði skíthæll og lítilmenni virðist einskis svífast
til að koma höggi á manneskju sem svo sannarlega verðskuldar ekki slíka framkomu.
Gunguhátturinn er hins vegar slíkur
að þessi slímugi viðbjóður kemur ekki fram undir nafni,
heldur vegur úr launsátri.
Úrræðaleysið þegar svona óþverri á í hlut er þess vegna talsvert.
Maður vill ekki sökkva niður á sama drulluplan.
En eitthvað verður að gera.
Það er ábyrgðarhlutur að horfa upp á svona ofbeldi og aðhafast ekki...