Jæja. Nóg komið af heimsósóma og angist í bili held ég.
Vinir og vandamenn fara að hafa áhyggjur með þessu áframahaldi.
Og það er nú engin ástæða til þess.
Það er margt sem veldur því að hér líður manni stundum eins og geimveru sem er lent á ókunnugri plánetu, þar sem allt er næstum eins og heima, en þegar betur er gáð, rekur maður sig á að sólin er græn og grasið blátt.
Dæmi:
Í dag vantaði mig tannkrem. Bara eitt við því að gera. Ég lét aka mér í kaupfélagið. Þar kenndi ýmissa grasa. Bókstaflega! Svo margt til, en í tannkremsdeildinni bara þetta:
Já við erum að tala um Dental Cream frá Himalaya Herbals.
Með 100% Herbal Actives (Hvað sem það nú er).
Engin Kolgeit hér takk! Eða Sensódæn eða hvað þetta nú heitir.
Á umbúðunum segir orðrétt:
A unique formulation of natural ingredients that provide complete and lasting protection to your gums and teeth. Neem fights germs. Pomegranate tightens gums to close gaps where food particles collect and decay. Meswak and Babool prevent bleeding of gums. (Leturbreytingar ekki mínar)
Og já ég vissi þú mundir spyrja. Það lítur svona út:
Og nei, ef maður slekkur bara ljósið er þetta fínt.
Veit samt ekki alveg með Babool og Neem. Pomegranate og Meswalk hljómar bara vel, en að setja eitthvað með Babool og Neem í munninn á mér er ofurlítið ógnvekjandi.
Á morgun er ég að hugsa um að fjalla um íburðinn og lúxusinn og vitleysuna hér á hótelinu. Safna mynddæmum í fyrramálið.
Stay tuned!
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir einni viku
Engin ummæli:
Skrifa ummæli