Ekki besti dagur ferðarinnar til þessa. Svaf ekkert um nóttina. Uppsöfnuð ferðaþreyta, heimsangist, einsemd og kúltúrsjokk að plaga mig. Var svo næstum sofnaður undir morgun, en hrökk upp með andfælum þegar múslimskur bænakallari hóf upp raust sína úr mínarettu í grenndinni. Dreif mig samt út eftir morgunmat, en entist ekki lengi, átti bágt með að höndla hitann og athyglina. Aftur heim á hótel og fékk bílstjóra sem keyrði mig í verslunarhverfi, og beið meðan ég ráfaði hálf rænulaus um búðirnar...
Þetta var nú hálfgerð rússnesk búðarúlletta, en sem betur fer var ekkert svakalegt drasl í pokunum þegar ég rankaði aftur við mér á hótelinu. Dreif mig þá bara upp í ræktina, hljóp og hjólaði og lyfti smá. Munur að geta skotist þarna upp þegar manni dettur í hug. Greip svo til aðgerða, átti langt og gott spjall við vin á msn, klæddi mig svo upp og fór niður og borðaði fínan kvöldmat og frábært kvöldkaffi. Svo meira msn og snemma að sofa. Vaknaði í morgun einsog nýskitinn túnskildingur (svona sagði Björgvin bóndasonur alltaf) og er núna að fara á einhverskonar lókalfestival með indverjunum mínum. Livet er ikke det værste man har, og om lidt er kaffen klar.
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir einni viku
1 ummæli:
Bíddu, bíddu, bíddu... Þú, í verslunarhverfi? Er ekki alveg að sjá það fyrir mér x) Hvaða hátíð var þetta? Og ertu með þinn eiginn bílstjóra? :O
- Sóley :)
Skrifa ummæli