um Laugardalinn.
Það var yndislegt að fara út, logn, tunglsljós,
trén svo svört og snjórinn hvítur og hreinn.
Það voru ekki margir á ferli og einhvernveginn varð allt svo tært og skýrt.
Eins og að ganga inn í grafíkverk.
Heimurinn svartur og hvítur.
Spilarinn sem ég hleyp venjulega með varð rafmagnslaus,
skömmu eftir flugtak og þess vegna hugsaði ég meira
en ég er vanur á meðan ég hleyp.
Hvað ég hugsaði?
Það var ekki flókið.
Allir heimsins erfiðleikar eru yfirstíganlegir,
bara ef ég fæ að vakna hjá ástinni minni.
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir einni viku
4 ummæli:
Einföld speki - en sönn.
Það fer mér vel. Ég er einfaldur maður...
Ekki neit eins.
Change is the only constant...
Skrifa ummæli