Sko leiðréttið mig endilega ef ég fer með rangt mál.
Fyrir nokkru fóru stóru bankarnir úti í heimi að hafa áhyggjur af hröðum vexti bankanna hér. Einhverjar viðvörunarbjöllur hringdu og einhverstaðar var ákveðið að skrúfa fyrir.
Lánum ykkur ekki yen í viðbót strákar fyrr en þið hafið tekið ykkur saman í andlitinu.
Seðlabankinn krúnk líka og orðinn allt of lítill til að geta fóðrað gauksungann gráðuga.
Þá datt mönnum snjallræði í hug. Í krafti þess að Ísland var þokkalega vel kynnt á alþjóðavettvangi, var sett upp svikamylla. Hún gekk í stuttu máli út á að plata evrópubúa til að leggja peningana sína inn á reikninga hjá Edge, Icesave og hvað þetta hét nú allt. Fólki lofað þvílíku ávöxtuninni! Svona eins og í Nígeríubréfi næstum. Grunsamlega góður díll. En þetta var Ísland, "siðmenntuð" evrópuþjóð.
Svo fólk beit á agnið, unnvörpum. John og Gertrud, England, Holland, Belgía, barnaspítalar, kvennakórar og lögreglustjórar. Og fleiri og fleiri og fleiri...
Já þetta var kannski of gott til að geta verið satt. En þetta var Ísland. Skandinavía, þjóð sem var "ein af okkur".
Svo hrundi draslið.
Bólan sprakk.
Það sem þeir sem skrúfuðu fyrir lánin spáðu rættist.
Og hvernig stöndum við núna?
Mannorð okkar sem þjóðar er á pari við Nígeríu.
Við erum að steypa komandi kynslóðum í skuldir.
Ekki til að gera upp við þá sem treystu bönkunum okkar fyrir peningunum sínum.
Ó nei. Það er langur vegur frá því.
Stjórnvöld hér hafa rembst við að komast hjá því að borga svo mikið sem lágmarkstryggingar.
Ekki allar innistæðurnar, því fer fjarri. Lágmarkstryggingu. En urðu á endanum að lúffa.
Það sem uppá vantar er væntanlega tapað fé fyrir þá sem treystu okkur.
Skúnkarnir sem áttu bankana þvaðra um að eignir þeirra dugi fyrir skuldunum, en þegar maður les smáa letrið eru þeir ekki að tala um allar inneignirnar, heldur þessar lágmarkstryggingar.
Það getur vel verið að í upphafi hafi einhverjir þeirra ætlað að borga fólki til baka. En þeim mátti vera löngu ljóst að dæmið gengi aldrei upp. Samt héldu þeir áfram.
Á löggumáli heitir það einbeittur brotavilji.
Einu sinni var ég stoltur af að vera íslendingur.
Ekki lengur.
8 ummæli:
Þó ég sé nú í fjarsýni þá finnst mér nú það skammarlegast við þetta að þeir sema bera mesta ábyrgð á þessu eru líklega enn í dag að ganga um í Armani jakkafötunum og Ferragamo skónum, borðandi Kobe steik, og lifa á hátindi lífsins meðan almmennir borgarar sitja uppi með reikninginn. Ekki til að minnast á þegar seðlabankastjóri vill ekki gangast undir neinu af þessu, frekar kenna lögum um sem sett voru á undir fyrri ríkistjórn... sem hann fór fyrir, og þá er ég ekki einu sinni farinn að tala um einkavæðinguna sjálfa. En hvað um það, lógík virðist ekki lengur vera til í heiminum.
Ég er og muna alltaf vera stoltur af því að vera íslendingur, en að sjálfsögðu skammast ég mín fyrir suma þeirra.
ég er komin með sama álit á bankastarfsemi og ég hef á eiturlyfjahringjum.
I þeirri ágætu mynd Scarface fær dópmangarinn Tony Montana heilræði sem hann að vísu ber ekki gæfu til að fara eftir. Íslenskir bankakrimmar hefðu betur haft það í huga áður en þeir fóru að lána sjálfum sér úr sjoppunni.
"Don't get high on your own supply"
Það er greinilega margt líkt með skyldum...
Ég náði því heldur aldrei af hverju þeir borguðu þá ekki bara og gengju frá eftir sig, fyrst þeir ættu nægar eignir fyrir skuldum. En það er nú líklegast bara vegna þess að í mínum heimi á maður bara það sem maður á, og ég hef aldrei talið "gróða" fyrr en skuldirnar eru borgaðar. Svona er maður nú einfaldur.
Og auðvitað enginn sem sér sóma sinn í því að axla ábyrgð. Heldur ekkert í 'kerfinu' sem neyðir nokkur mann til að axla ábyrgð.
Ef einhver á að axla ábyrgð, þá kemur það í hlut okkar, venjulegra skattgreiðenda (sem fáum ekki einu sinni einn skitinn milljarð að láni, hvað þá 950 milljarða)að þvinga þá til þess. Ég hvet alla til að hætta að borga af lánum hjá ríki og bönkum núna 1. des, til að leggja áherslu á þá kröfu að menn verði látnir sæta ábyrgð og að byrðin lendi ekki öll á venjulegu launafólki. Það væri t.d. upplangt að krefjast þess að verðtrygging verði afnumin.
Hjálmar, þú bendir á góðan samanburð en reyndar var 'Don´t get high on your own supply.' heilræði númer tvö, og hvað skyldi heilræði númer eitt hafa verið? Jú einmitt 'Don't underestimate the other guy's greed!'
Edge liðið var reyndar forsjálla í sambandi við tryggingar, ekki króna af þeim reikningum mun lenda á okkur, þar sem öll þau félög voru dótturfélög skráð úti og undir erlendum tryggingum. Þess vegna er alltaf talað um IceSlave reikningana núna.
Með þessu er ég þó engan veginn að segja að yfirmenn Kaupþings séu bara góðir gæjar og ekkert að á þeim bæ. Langt frá því. En ekki alveg eins, tja, heimskir?
Ég sé nú aatt að segja ekki stóran mun...
Þeir stálu, eiins og hinir, stungu af með peningana og láta svo tryggingasjóð dekka lágmarkstrygginguna. Semsagt sömu glæpamenn, en láta erlenda ábyrgðasjóði blæða.
Djöfulsins drullusokkar!
Skrifa ummæli