þriðjudagur, 18. nóvember 2008

Greiningardeildir-Minn rass!

Eitt af því sem fer mest í taugarnar á mér um þessar mundir eru hinar svokölluðu greiningadeildir bankanna.
Meðan gróðæðið stóð yfir voru þetta áróðursmaskínur bankanna, en fengu á sig kirkjulegt yfirbragð. Það voru sko fleiri en páfinn og Móðu-Harði óskeikulir!
Á einhvern undarlegan hátt fékk þetta fólk ótrúlega beinan og gagnrýnislausan aðgang í kastljós fjölmiðla til að boða guðspjöllin. Orðfærið fékk meira að segja á sig trúarlegan blæ.
Óþægilegar staðreyndir eins og að blindum og heyrnarlausum simpönsum gekk síst verr en greiningadeildarfólkinu að ávaxta pund sitt var sópað undir teppið. Þetta lið var svo fínt klætt og með svo góð laun að það hlaut að vera marktækt.
Ef einhver asnaðist til að setja fram efasemdir eða gagnrýni var talað niður til viðkomandi með blöndu af vorkunnsemi og yfirlæti þess sem veit betur. Og ráðleggingarnar! Man einhver eftir Decode? Peningamarkaðsreikningum? Kauptækifærum í Stoðum? Það sem fer upp fer svo bara hærra upp... Og ef eitthvað fór nú samt niður stóð ekki á skýringunum. Niður var í rauninni upp, bara á annan hátt. Og meðvirkir blaðamenn dönsuðu með og tóku þátt í gríninu.
Svo sprakk blaðran.
Þá kom í ljós að allt kerfið var grundvallað á tvennu.
Taumlausri græðgi og múgsefjun. Það er hægt að nota skrautyrði á borð við hjarðhegðun og hagnaðarvon. En þegar upp er staðið voru það græðgin og múgsefjunin sem hið hátimbraða kenningakerfi greiningadeildanna byggði á.
Í dag segja svo þessar sömu greiningadeildir enginn gat vitað... Við sögðum allt í góðri trú... Við lugum ekki vísvitandi...
Kjaftæði!
Það er árum saman búið að vara við yfirvofandi hruni.
Greiningadeildirnar voru óspart notaðar til að þagga þær viðvaranir niður.

Fram á seinasta dag var blaðrað um kauptækifæri.
Þjóðahagur minn rass! Hagur bankans minn rass! Bónusinn minn um áramótin - Nú erum við að tala saman!

Það er svo í takt við annað á "Nýja Íslandi" að greiningadeildirnar eru komnar á stúfana aftur.
Greiningardeildartöffarinn í flottu jakkafötunum segir viltu dansa?
Feimna blaðamannastelpan roðnar og stynur á innsoginu ertaðtalavimig?
Alveg búin að gleyma hvað hann gerði við hana hjá öskutunnunum bak við félagsheimilið seinast.
Svo byrjar ballið aftur.

Getur virkilega enginn sagt þessu liði að halda kjafti og skammast sín?

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jú, maður er að reyna... Ekki viss um að pakkið hlusti samt, frekar en fyrri daginn!

Nafnlaus sagði...

Það er greinilega erfitt fyrir almenning að muna svona hluti eftir að hafa verið dælt fullt af þenslu Rohypnol og verið nauðgað af flottu jakkafataklæddu gæjunum. Ætli það sé ekki almenningurinn sem skammist sín, allavega er það fáheyrt að snákaolíu sölumenn geri það.

HT sagði...

Ég ætla að biðja fólk að vera ekki nafnlaust að móðga snákaolíusölumenn í kommentum hér, með því að líkja þeim við greiningadeildafól.


Nei.


Hér vantar ekki "k"

Frú Sigurbjörg sagði...

Heyr heyr!

Nafnlaus sagði...

Það er stundum nauðsynlegt að vera nafnlaus þegar stóri bróðir er að ritskoða.

HT sagði...

Bókstaflega...
;-)

Nafnlaus sagði...

hæ litli bróðir Hjálmars!

Nafnlaus sagði...

Þetta minnir mig á það sem Extrabladet gerði eitt sinn meðan ég bjó í Danmörku. Þeir settu upp 3 hópa þar sem einn var leynihópur og hver þeirra fékk 10.000 Dkr. að fjárfesta fyrir. Hinir tveir voru fulltrúar greiningadeilda bankanna og þeir fjárfestu að miklu viti (að eigin áliti). Þegar upp var staðið hafði 3 hópurinn sigrað en hann samanstóð af hópi Simpansa úr dýragarðinum sem höfðu skitið á verðbréfasíður dagblaða sem og út frá staðsetningu viðkomandi Simpansakúks völdu blaðamenn nafn fyrirtækis að fjárfesta í. Sigur simpansanna:)

Nafnlaus sagði...

Ég er greinilega að taka allt of lágt gjald fyrir spádóma mína, allavega ef miðað er við launin hjá greiningardeildum bankanna og svo áreiðanleika þeirra spádóma sem þaðan koma.