miðvikudagur, 22. október 2008

Mér er eiginlega nóg boðið

Ég flutti heim til Íslands í vor.

Aðstæður mínar breyttust og ég flutti heim.
Ég held ég þurfi ekkert að tíunda hvað gerst hefur síðan í efnahagsmálum þjóðarinnar.
Þetta reyndist álíka og að kaupa miða með Titanic.
Afleiðingarnar fyrir mig eru eftirfarandi:
Launin mín sem voru í vor sambærileg við það sem ég hafði úti hafa rýrnað um sirka tvo þriðju.
Meðlagið með börnunum mínum sem enn búa úti hefur líklega þrefaldast, það er erfitt að segja því gengið á krónunni virðist vera fallið niður úr gólfinu.  Danske Bank segir 37 ÍKR á móti einni danskri. Eins og staðan er núna duga mánaðarlaunin mín eins og þau leggja sig ekki fyrir því sem ég þarf að borga í meðlög og annað út. Jafnvel þó ég lifi á loftinu.
Á sama tíma blasir við að getulausir og kreddufastir pólitíkusar, sem slepptu algjörlega beislinu af siðblindum græðgisbrjálæðingum og hundsuðu allar aðvaranir eru núna að semja um skuldaklafa fyrir okkur. Sömu helvítis fíflin og leyfðu þessu ástandi að skapast þykjast núna ætla að semja okkur út úr því. Og hinir siðblindu græðgispatar stinga af, með þýfið og ekkert er neinum að kenna.
Einmitt.
Ég og hinir meðaljónarnir eigum bara að bíta á jaxlinn og róa.
Verstur andskotinn að við komumst ekki í öryggisráðið.
Þá hefðum við að minnsta kosti losnað við að hafa hluta af þessu hyski fyrir augunum daglega.
Það er ein og aðeins ein ástæða fyrir því að ég er ekki farinn! 


P.s. Það má ekki láta helvítis aulana axla ábyrgð. Þá er verið að persónugera hlutina.
Einmitt. Enginn ber ábyrgð. Þá er verið að persónugera. Fábjánarnir sem voru við stjórnvölinn gáfu vinum sínum bankana og afnámu regluverkið sem átti að hemja þá. Stungu svo hausnum í sandinn þegar þeim var bent á hvert stefndi. Má ekki láta þá axla ábyrgð á gerðum sínum og aðgerðarleysi. Má ekki persónugera. Hei segi þetta bara við fógetann! Hva? Á að fara að persónugera þetta nauðungaruppboð? Má ekki persónugera...

1 ummæli:

Kristín sagði...

Vera reiður! Það er lausnin, vera nógu andskoti reiður til að fara í aðgerðir sem skila árangri!