Jæja ,kominn brottfarardagur. Vaknað með fyrra fallinu og farið til Viktoria á markað. Margt að sjá og skoða. Vanilla fyrir allan peninginn! Svo fóru Robin og Bernard frá ráðuneytinu með hópinn í skoðunarferð, sýndu okkur nokkra flotta staði á Mahe eyjunni og buðu okkur í hádegismat. Þar setti ég persónulegt met í furðumat. Fruit bat curry! Já við erum að tala um leðurblöku í karrí! Skrýtið, en hreint ekki sem verst! Sjá hér fyrir upplýsingar um Fruit bats. Svo var pakkað um kvöldið, flogið um 23:00 frá Seychelles og komið til London snemma á sunnudagsmorgun. Sit á kaffihúsi og blogga þessa færslu, flýg til Köben í kvöld og hlakka svo til að hitta krakkana!
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir einni viku
1 ummæli:
Wow, leðurblökukjöt? sorry, en það hljómar ekki altof vel XD Hlakka líka til að hitta þig pabbi, og get varla beðið þangað til í kvöld!
Skrifa ummæli