þriðjudagur, 25. september 2007

Dagur 2



Þetta var fyrsti vinnudagurinn og félagi Bernard frá ráðuneytinu sótti okkur og fór með þangað.

Þar í litlum sal var allt tölvudótið úr seinustu sendingu, allt í góðu standi og eins og það átti að vera. Við vorum að stússast þar fram yfir hádegi, fengum karrí í hádegismat, sem kom út tárum á hinum köllunum, en þar sem ég er karrítöfari fannst mér það bara gott. Eftir hádegið fórum við svo og heimsóttum tvo skóla, þar sem heimamenn höfðu sett upp búnað sjálfir.

Það kom í ljós að ýmislegt var ekki alveg í lagi hjá þeim, svo þar verður margt að laga. Meðan við strákarnir stússuðumst í þessu var kvenfólkið á ströndinni, og tókst einni þeirra að brenna soldið á öxlunum. Um kvöldið tók svo við veitingastaðurinn The Boathouse sem bauð upp á hlaðborð með mat frá eyjunum og skemtilega hljómsveit í hverri voru tveir miðaldra kallar með gítar og skemmtara, þeir spiluðu svo sykursætt prógramm að maður hefði þurft insúlínsprautu. Maturinn var ágætur, allt einhverjar kássur, mikið mangó og grillaður tún- og sverðfiskur.

Engin ummæli: