þriðjudagur, 25. september 2007

Dagur 3


Vaknaði fyrir allar aldir og dreif mig út að hlaupa.

Niður bröttu brekkuna frá húsinu og niður á strönd. Fáir á ferli, nokkrir fskimenn í smábátum alveg í fjöruborðinu og fólk á leið til vinnu.

Héldum áfram að skoða skóla í dag,

skondið að þeir eru allir eins, bara ein teikning í gangi, með smá breytingum svo þeir passi á lóðirnar, sömu litir og allt eins annars. Borðuðum hádegismatinn okkar í einum skólanum, ég fékk soðinn hákarl! Hann var ágætur, smá ammoníakskeimur, en hann er annas soðinn og svo kurlaður og saman við blandað lauk og kryddi.

Sama sagan og í gær, voða krúttleg skólabörn og elskulegt starfsfólk.

Dálítið broslegt að skólarnir eru allir betrekktir með slagorðum, svona í “öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir” stílnum.

Stoppuðum og tókum útsýnismynd yfir nýja ferðamannasvæðið sem verið er að byggja upp.

Fórum á pizzastað í kvöldmat, en pizzur eru einmitt heitasta nýungin á eyjunum um þessar mundir.

Fórum svo á markað þar sem ekkert var til sölu, nema miskræsilegur heimaeldaður matur...

Þorði nú ekki að smakka mikið þar. Gott að skreiðast í bólið undir loftkælingunni og líða inn í draumalandið.

Engin ummæli: