föstudagur, 16. apríl 2010

Árunum kennir gamall bullari...

Þgar ég ætlaði að fara að sofa í gærkvöld  stóð allt í einu hersing af draugum við rúmgaflinn.
Af því sjónin er farin að daprast með aldrinum sá ég ekki framan í allar vofurnar, en nokkrar þekkti ég strax. Þarna voru aldursváin, afkomuóttinn, náttúruógnin, heimsósóminn, félagsfælnin, frammistöðukvíðinn og fjöldi annarra. Mér varð ekki svefnsamt og átti í mesta basli með að kveða þennan hóp niður. En áður en ég sofnaði, einhverntíma undir morgun hugkvæmdist mér ráð.
Ég þarf bara að hlaupa hraðar...

Engin ummæli: