fimmtudagur, 9. apríl 2009

Fjallganga með syninum og unnustunni.

Páskafríið hófst í dag, með fjallgöngu.
Fjallið var valið fyrir son minn sem hefur ekki staðið í miklu fjallamennskustússi í Danmörku undanfarin ár. Við rúlluðum þess vegna með hann upp í Kaldársel og trítluðum á Helgafell.
Það er skemmst frá því að segja að pilturinn stóð sig með prýði, þrátt fyrir að skóbúnaðurinn væri ekki af allra bestu gerð. Unnusta mín yndisleg festi okkur feðgana á filmu...

Ég er ákaflega stoltur af stráknum mínum, og mér finnst unnustan dásamlegri en ég get sagt

2 ummæli:

Harpa Jónsdóttir sagði...

Flottir!

Kristín sagði...

Fínt að hefja langa föstudaginn á smá væmni, takk. Og gleðilega hátíð.