miðvikudagur, 31. desember 2008

Matarrýni

Ég held að það sé við hæfi að ég setji hér færslu á bloggi mínu um veitingahúsarýni.
Í nýlegri för minni til miðbæjar Reykjavíkur gafst mér óvænt kostur á að prófa einn af kunnari veitingastöðum borgarinnar. Þetta var auðvitað hinn geypivinsæli staður Bæjarins bestu.
Ekki þarf að orðlengja að ég pantaði tvöfaldan Clinton og varð ekki svikinn af þeim trakteringum þó engin væri Hilaryin. Að vísu verð ég að kvarta yfir þeim undarlega sið sunnanmanna að setja sumt af gumsinu ofaná. Og ekkert var heldur rauðkálið. En umhverfið var stórfenglegt og ekki spillti fyrir þegar ég sá ráðherrabifreið með Geir Haarde innanborðs bruna hjá. Ég veifaði auðvitað en ég sá ekki hvort leiðtoginn mikli veifaði til baka. Heilt yfir alveg stórkostleg matarupplifun sem verður mér ógleymanleg.

Engin ummæli: