á nýtt blogg: Jæja Þetta er komið í gagnið, á ég nú að segja hvað ég borðaði í morgunmat?
Ég er að hugsa um að fara að dæmi þessa óþekkta bloggara.
Það er reyndar pabbahelgi en vegna gubbustands á syninum í nótt hafði hann bara lyst á ristuðu brauði í morgunmat og fékk það. Við dóttirin gæddum okkur hins vegar á eftirfarandi góðgæti:
Tekin er fata af innfluttu grísku jógúrti. Saman við það er hrært Mangóhunangi og út í þetta eru svo settir smátt skornir bitar af hæfilega þroskuðu mangói. Afar frísklegur morgunmatur sem stendur með manni fram eftir öllum degi. Á eftir drakk ég bolla af espressó úr nýmöluðum Segafredo baunum, með dropa af vanillusírópi og rjóma út í. Algjört sælgæti! Svo gott að ég varð að fá mér annan bolla. Á góðum degi bæti ég svo við þetta góðgæti sem mér var kennt að borða nýverið. Ristað brauð með smjöri, hunangi, stappaðri lárperu og nýmöluðum svörtum pipar. Ótrúlega gott!
Það eru ekki slæmir dagar sem byrja á svona kræsingum. Ónei.
Rafmagnshjólið og ég
Fyrir 2 mánuðum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli